Æðsti draumur og versta martröð allra höfunda Magnús Guðmundsson skrifar 3. júní 2016 10:30 Þau Björn Halldórsson, Birta Þórhallsdóttir og Vilhjálmur Bergmann Bragason tóku í gær við nýræktarstyrkjum Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Visir/Anton Brink Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta hafa reynst vel til þess að auðvelda nýliðun og fjölbreytni í flóru íslenskra bókmennta. Styrkjunum er ætlað að styðja við útgáfu á fyrstu verkum nýrra höfunda og er þar átt við skáldverk í víðri merkingu þess orðs, sögur, ljóð, leikrit, eða eitthvað allt annað. Hver styrkur er að upphæð 400.000 kr. en Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti styrkina við hátíðlega athöfn í Gunnarshúsi í gær. Styrkþegar að þessu sinni eru þau Birta Þórhallsdóttir, Björn Halldórsson og Vilhjálmur Bergmann Bragason.Örsögur og teikningar Það er eftirtektarvert að höfundarnir þrír sem hljóta styrk að þessu sinni eru allir að takast á við mismunandi bókmenntaform en þó er ekkert þeirra að fást við skáldsöguna. Öll eru þau ákaflega ánægð með styrkinn sem þau segja vera mikla hvatningu en eins og Birta bendir á er ekki síður gott að hafa nú skiladag til þess að vinna eftir. „Þetta er gott spark í rassinn að vera komin með skiladag því maður þarf að koma þessu frá sér innan átján mánaða. Kannski að ég fari meira að segja að leita mér að útgefanda.“ Verk Birtu er örsögur undir heitinu Einsamræður. Það er hluti af lokaverkefni hennar í MA-námi í ritlist við Háskóla Íslands þar sem hún hefur notið leiðsagnar Óskars Árna Óskarssonar. „Ég er mjög hrifin af örsögunni sem formi. Þetta er knappt og það má segja mikið í fáum orðum og það er gaman að leika sér að því. Mér finnst gaman að því hvernig þetta form er eins og millivegur á milli textans og ljóðsins og ég held að það sé það sem heillar mig við þetta form. Líka það að geta opnað bók og gripið í, bara í strætó eða nánast hvar sem er, án þess að þurfa að liggja yfir verkinu og sökkva sér dýpra eins og er með skáldsöguna. Fólk hefur minni tíma í dag og þá er svo gott að geta veitt því þessi stuttu augnablik sem eru ákveðin hvíld frá amstri hversdagsins. Ég var reyndar fyrst í myndlistarnámi áður en ég fór í ritlistina og fer því þá leið vera með teikningar með öllum sögunum. Það er svona mín leið að því að hnýta saman teikninguna og örsöguna sem er það tvennt sem ég hef mest gaman af.“Draumur og martröð Smáglæpir eru yfirskrift smásagna eftir Björn Halldórsson sem hefur lokið BA-námi í enskum og amerískum bókmenntum frá Háskóla Austur-Anglíu í Norwich og MFA-gráðu í skapandi skrifum frá Háskólanum í Glasgow. „Það er auðvitað gaman að fá svona viðurkenningu eftir alla þessa vinnu sem hefur kannski ekki skilað neinu meira en því að maður fær klapp á bakið og bjór svo þetta er óneitanlega gaman. Fyrir utan hvað það er æðislegt að lifa þennan æðsta draum og verstu martröð allra rithöfunda að fá loksins almennilegan skiladag. En ég er með góða, sterka beinagrind að þessu öllu og nú er bara eftir að setja kjötið á þannig að ég á ekki eftir að vera í nokkrum vandræðum með skilin. Það sem mér finnst smásagan hafa fram yfir skáldsöguna er hversu takmarkaður og lítill gluggi er til staðar inn í efnið. Hvert einasta orð hefur svo mikið vægi og skiptir svo miklu máli og það er svo mikið púsluspil að reyna að koma öllu fyrir í þessum litla ramma. Þetta er það sem mér finnst svo heillandi við þetta form. Til að byrja með var ég undir miklum áhrifum frá þessum enskumælandi málheimi þar sem ég var við nám og var reyndar lengi vel að skrifa á ensku. En það var ákveðinn flótti þar sem ég hafði gott af því að leika mér í friði og vera nafnlaus. Við erum svo fá og íslenska tungan er í svo miklum hershöndum og slegið svo fast á fingurna á manni ef maður er eitthvað að gera vitlaust. Þannig að ég held að ég hafi því miður hreinlega ekki haft kjark í það sem ungur maður og þess vegna þurft þessi ár í enskunni til þess að hlaupa af mér hornin. En núna er áskorunin að skrifa á íslensku og það er það sem ég er að gera núna.“Auðvelt að lesa leikrit Afhending er leikrit eftir Vilhjálm Bergmann Bragason og það er gaman að sjá að leikskáld skuli rata inn á meðal styrkþega að þessu sinni. Vilhjálmur hefur nýlokið MA-námi í leikhúsbókmenntum og leikritun frá RADA. Hann segir að það hafi nú vantað mikið upp á að fylgja eftir íslenskum leikbókmenntunum sem bókmenntaformi. „Þetta er óneitanlega krefjandi form en á sama tíma býður það upp á svo margt sem önnur form gera ekki. Í öllum bókmenntaformum á sér stað einhvers konar samvinna við lesandann en hún verður einhvern veginn beinni og fjölþættari í leikhúsinu. Það býður upp á fleiri möguleika en er á sama tíma ógnvænlegra en að eiga við einn lesanda í einu. En ég hef átt í svo löngu ástarsambandi við leikhúsið, sem þróaðist eftir að ég fékk áhuga á því að skrifa sjálfur, að það var eðlilegt að beina sjónum að þessu formi. Auk þess var ég lengi við nám í Bretlandi en þar er þjóðarskáldið leikskáld sem veldur því að viðhorfið til leikbókmennta er allt annað. Þar les fólk leikrit eins og aðrar bókmenntir. Núna þegar er verið að tala um að ungt fólk lesi ekki nóg og eigi erfitt með að lesa, þá finnst mér rétt að benda á að leikrit eru frábær því þau eru auðlesin. Það er fljótlegt að lesa leikrit og auk þess hægt að lesa þau saman. En á hverju ári sjáum við í Bókatíðindum að þar er flokkur sem kallast ljóð og leikrit en þar eru aldrei nein leikrit. En við skulum vona að þar verði brátt bragarbót á.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní 2016. Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta hafa reynst vel til þess að auðvelda nýliðun og fjölbreytni í flóru íslenskra bókmennta. Styrkjunum er ætlað að styðja við útgáfu á fyrstu verkum nýrra höfunda og er þar átt við skáldverk í víðri merkingu þess orðs, sögur, ljóð, leikrit, eða eitthvað allt annað. Hver styrkur er að upphæð 400.000 kr. en Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti styrkina við hátíðlega athöfn í Gunnarshúsi í gær. Styrkþegar að þessu sinni eru þau Birta Þórhallsdóttir, Björn Halldórsson og Vilhjálmur Bergmann Bragason.Örsögur og teikningar Það er eftirtektarvert að höfundarnir þrír sem hljóta styrk að þessu sinni eru allir að takast á við mismunandi bókmenntaform en þó er ekkert þeirra að fást við skáldsöguna. Öll eru þau ákaflega ánægð með styrkinn sem þau segja vera mikla hvatningu en eins og Birta bendir á er ekki síður gott að hafa nú skiladag til þess að vinna eftir. „Þetta er gott spark í rassinn að vera komin með skiladag því maður þarf að koma þessu frá sér innan átján mánaða. Kannski að ég fari meira að segja að leita mér að útgefanda.“ Verk Birtu er örsögur undir heitinu Einsamræður. Það er hluti af lokaverkefni hennar í MA-námi í ritlist við Háskóla Íslands þar sem hún hefur notið leiðsagnar Óskars Árna Óskarssonar. „Ég er mjög hrifin af örsögunni sem formi. Þetta er knappt og það má segja mikið í fáum orðum og það er gaman að leika sér að því. Mér finnst gaman að því hvernig þetta form er eins og millivegur á milli textans og ljóðsins og ég held að það sé það sem heillar mig við þetta form. Líka það að geta opnað bók og gripið í, bara í strætó eða nánast hvar sem er, án þess að þurfa að liggja yfir verkinu og sökkva sér dýpra eins og er með skáldsöguna. Fólk hefur minni tíma í dag og þá er svo gott að geta veitt því þessi stuttu augnablik sem eru ákveðin hvíld frá amstri hversdagsins. Ég var reyndar fyrst í myndlistarnámi áður en ég fór í ritlistina og fer því þá leið vera með teikningar með öllum sögunum. Það er svona mín leið að því að hnýta saman teikninguna og örsöguna sem er það tvennt sem ég hef mest gaman af.“Draumur og martröð Smáglæpir eru yfirskrift smásagna eftir Björn Halldórsson sem hefur lokið BA-námi í enskum og amerískum bókmenntum frá Háskóla Austur-Anglíu í Norwich og MFA-gráðu í skapandi skrifum frá Háskólanum í Glasgow. „Það er auðvitað gaman að fá svona viðurkenningu eftir alla þessa vinnu sem hefur kannski ekki skilað neinu meira en því að maður fær klapp á bakið og bjór svo þetta er óneitanlega gaman. Fyrir utan hvað það er æðislegt að lifa þennan æðsta draum og verstu martröð allra rithöfunda að fá loksins almennilegan skiladag. En ég er með góða, sterka beinagrind að þessu öllu og nú er bara eftir að setja kjötið á þannig að ég á ekki eftir að vera í nokkrum vandræðum með skilin. Það sem mér finnst smásagan hafa fram yfir skáldsöguna er hversu takmarkaður og lítill gluggi er til staðar inn í efnið. Hvert einasta orð hefur svo mikið vægi og skiptir svo miklu máli og það er svo mikið púsluspil að reyna að koma öllu fyrir í þessum litla ramma. Þetta er það sem mér finnst svo heillandi við þetta form. Til að byrja með var ég undir miklum áhrifum frá þessum enskumælandi málheimi þar sem ég var við nám og var reyndar lengi vel að skrifa á ensku. En það var ákveðinn flótti þar sem ég hafði gott af því að leika mér í friði og vera nafnlaus. Við erum svo fá og íslenska tungan er í svo miklum hershöndum og slegið svo fast á fingurna á manni ef maður er eitthvað að gera vitlaust. Þannig að ég held að ég hafi því miður hreinlega ekki haft kjark í það sem ungur maður og þess vegna þurft þessi ár í enskunni til þess að hlaupa af mér hornin. En núna er áskorunin að skrifa á íslensku og það er það sem ég er að gera núna.“Auðvelt að lesa leikrit Afhending er leikrit eftir Vilhjálm Bergmann Bragason og það er gaman að sjá að leikskáld skuli rata inn á meðal styrkþega að þessu sinni. Vilhjálmur hefur nýlokið MA-námi í leikhúsbókmenntum og leikritun frá RADA. Hann segir að það hafi nú vantað mikið upp á að fylgja eftir íslenskum leikbókmenntunum sem bókmenntaformi. „Þetta er óneitanlega krefjandi form en á sama tíma býður það upp á svo margt sem önnur form gera ekki. Í öllum bókmenntaformum á sér stað einhvers konar samvinna við lesandann en hún verður einhvern veginn beinni og fjölþættari í leikhúsinu. Það býður upp á fleiri möguleika en er á sama tíma ógnvænlegra en að eiga við einn lesanda í einu. En ég hef átt í svo löngu ástarsambandi við leikhúsið, sem þróaðist eftir að ég fékk áhuga á því að skrifa sjálfur, að það var eðlilegt að beina sjónum að þessu formi. Auk þess var ég lengi við nám í Bretlandi en þar er þjóðarskáldið leikskáld sem veldur því að viðhorfið til leikbókmennta er allt annað. Þar les fólk leikrit eins og aðrar bókmenntir. Núna þegar er verið að tala um að ungt fólk lesi ekki nóg og eigi erfitt með að lesa, þá finnst mér rétt að benda á að leikrit eru frábær því þau eru auðlesin. Það er fljótlegt að lesa leikrit og auk þess hægt að lesa þau saman. En á hverju ári sjáum við í Bókatíðindum að þar er flokkur sem kallast ljóð og leikrit en þar eru aldrei nein leikrit. En við skulum vona að þar verði brátt bragarbót á.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní 2016.
Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira