Handbolti

Strákarnir tryggðu sér annað sætið í Sviss

Anton Ingi Leifsson skrifar
Óðinn Þór var markahæstur Íslands á mótinu auk Ómars Inga.
Óðinn Þór var markahæstur Íslands á mótinu auk Ómars Inga. vísir/óðinn
Íslenska U20 ára landsliðið í handbolta lenti í öðru sæti á æfingarmóti í Sviss í dag, en liðið er að undirbúa sig fyrir EM sem fer fram í Danmörku í sumar.

Ísland vann tvo af þremur leikjum sínum á mótinu, en þeir unnu Sviss og Spán. Liðið beið svo lægri hlut gegn sterku liði Þjóðverja.

Liðið undirbýr sig af fullum krafti fyrir EM í Danmörku, en mótið fer fram í lok júlí. Þeir unnu Spán í lokaleik sínum í dag 30-23, en höfðu unnið Sviss 23-21.

Þeir töpuðu svo fyrir Þýskalandi í gær, 30-28, í hörkuleik, en Þjóðverjarnir voru alltaf einu til þremur mörkum á undan strákunum okkar frá 40. mínútu.

Þjóðverjar unnu mótið, en Ísland lenti í öðru sæti. Spánverjar og Sviss lentu svo í þriðja og fjórða sætinu.

Mörk Íslands á mótinu: Óðinn Þór Ríkharðsson 12, Aron Dagur Pálsson 12, Ómar Ingi Magnússon 11, Elvar Örn Jónsson 8, Arnar Freyr Arnarsson 8, Gísli Þorgeir Kristjánsson 7, Hákon Daði Styrmisson 6, Leonharð Þorgeir Harðarson 6, Dagur Arnarson 4, Sturla Magnússon 3, Ýmir Örn Gíslason 2, Gestur Ingvarsson 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×