Handbolti

Kvennalandsliðið vann Slóvakíu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Sunna tryggði Íslandi sigur
Sunna tryggði Íslandi sigur vísir/eyþór
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta lagði Slóvakíu 26-25 í leik liðanna um 3. sætið á æfingamóti í Póllandi í dag.

Slóvakía byrjaði leikinn betur og komst fjórum mörkum yfir snemma leiks en Ísland minnkaði muninn í tvö mörk fyrir hálfleik, 15-13.

Íslenska liðið náði fljótt forystunni í seinni hálfleik en leikurinn af jafn á öllum tölum. Ísland komst mest tveimur mörkum yfir, 22-20.

Slóvakía vann forystuna upp en Sunna Jónsdóttir skoraði sigurmark Íslands nokkrum sekúndum fyrir leikslok og tryggði Íslandi þriðja sætið á fjögurra landa móti.

Þetta var annar landsleikur Íslands undir stjórn Axels Stefánssonar og fyrsti sigurinn.

Mörk Íslands:

Birna Berg Haraldsdóttir 7, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 5, Þórey Rósa Stefánsdóttir 5, Arna Sif Pálsdóttir 3, Rut Jónsdóttir 2, Steinunn Hansdóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1, Lovísa Thompson 1, Sunna Jónsdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×