Viðskipti erlent

Breska pundið ekki lægra í rúm þrjátíu ár

Breska Sterlingspundið heldur áfram að veikjast á mörkuðum og í morgun hélt sú þróun áfram. Pundið hefur ekki verið lægra gagnvart bandaríkjadal í þrjátíu og eitt ár, eða frá árinu 1985. Hrun pundsins má fyrst og fremst rekja til þeirrar ákvörðunar Breta að segja sig úr Evrópusambandinu en frá því það var ákveðið hefur gjaldmiðillinn veikst um fimmtán prósent.

Óvissan sem umlykur það mál allt minnkar tiltrúnna á gjaldmiðilinn og nýjustu áætlanir Theresu May forsætisráðherra um hvernig staðið skuli að útgöngunni og að ferlið muni hefjast snemma á næsta ári, virðast hafa gert illt verra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×