Viðskipti erlent

Nýr iPhone litur hugsanlega á leiðinni

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Líklegt er talið að nýji liturinn verði kynntur á sama tíma og iPhone 7S.
Líklegt er talið að nýji liturinn verði kynntur á sama tíma og iPhone 7S. Mynd/Apple
Trúverðugir orðrómar eru uppi um það að Apple ætli sér að kynna nýjan lit á iPhone símanum á næsta ári.

Japanska vefsíðan Macotakara greinir frá þessu en vefsíðan hefur áður verið fyrst með fréttir sem tengjast uppfærslum á Apple vörum. Hún greindi til að mynda fyrst frá því að Apple hyggðist sleppa venjulegu heyrnartólatengi í iPhone 7.

Samkvæmt heimildum síðunnar verður hægt að nálgast nýjan iPhone í rauðum lit á næsta ári.

Það verði gert samhliða útgáfu iPhone 7S og iPhone 7S Plus sem verði eins og í eldri gerðum af símanum uppfærðar útgáfur af iPhone 7 og iPhone 7 Plus.

Líklegt er talið að símarnir verði með betri örgjörva en muni vera eins og forverar þeirra að öðru leyti.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×