Handbolti

Þórir um íslenska kvennalandsliðið: Leikmenn þurfa að vera í toppþjálfun allt árið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs, segir að það sé allt til staðar til að íslenska kvennalandsliðið í handbolta komist í hóp þeirra bestu. Það sé þó í höndum leikmannanna sjálfra.

Ísland komst á þrjú stórmót í röð, EM 2010 og 2012 og HM 2011, en síðan hallaði undan fæti hjá liðinu og árangurinn síðustu ár hefur ekki verið góður.

Axel Stefánsson var ráðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í sumar. Hann kemur úr sama umhverfi og Þórir en hann þjálfaði B-landslið Noregs í fjögur ár. Þeir þekkjast því vel.

Axel hefur tekið líkamlega þáttinn í gegn hjá íslenska liðinu og leikmenn þess voru m.a. settir í þrekpróf sem kom ekki nógu vel út. Þórir segir að leikmenn beri ábyrgð á sínu líkamlega ásigkomulagi.

„Það er kominn tími til að snúa við og stokka spilin upp á nýtt. Það er geysilega mikilvægt að þeir leikmenn sem ætla að vera í þessu séu í toppþjálfun allt árið,“ sagði Þórir í samtali við Tómas Þór Þórðarson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Þetta er 11-12 mánaða íþrótt. Leikmenn þurfa að bera ábyrgð á því og læra að líkaminn er verkfæri í boltanum. Þær þurfa að sjá til þess að þær séu í toppformi.“


Tengdar fréttir

Einstakt EM-ár hjá einni þjóð

Þjálfarar Evrópumeistara karla og kvenna í handbolta eiga það sameiginlegt að vera Íslendingar. Það er sögulegt. Sama þjóð hefur aldrei átt tvo þjálfara Evrópumeistara í handbolta á sama árinu.

Stelpurnar hans Þóris vörðu titilinn

Noregur varð í kvöld Evrópumeistari í handknattleik kvenna annað mótið í röð. Þórir Hergeirsson, þjálfari liðsins, heldur því áfram að bæta við sig skrautfjöðrum. Noregur lagði Holland, 30-29, í mögnuðum úrslitaleik.

Þórir: Þar finnst mér fótboltinn hafa farið fram úr sér

Fótboltinn hefur farið fram úr sér í að einstaklingurinn verði stærri en liðið. Þetta sagði Þórir Hergeirsson, þjálfari norsku Evrópumeistarana í handbolta, í samtali við Tómas Þór Þórðarson, en brot úr viðtalinu var sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Fyrstu íslensku jólin hjá Þóri og fjölskyldunni í átta ár

Þórir Hergeirsson gerði norska kvennalandsliðið í handbolta að Evrópumeisturum í þriðja sinn og vann sitt tíunda gull á stórmóti. Hann syrgir móður sína yfir jólahátíðina en hann ver nú jólunum í fyrsta sinn síðan 2008 í uppeldisbæ sínum, Selfossi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×