Handbolti

Maria og Ramune í stuði í sigri Hauka

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ramune skoraði átta mörk.
Ramune skoraði átta mörk. vísir/anton
Haukar unnu sex marka sigur á Selfossi, 29-23, þegar liðin mættust í lokaleik 17. umferðar Olís-deildar kvenna í handbolta í dag.

Þetta var fyrsti leikur Selfoss undir stjórn þeirra Gríms Hergeirssonar og Árna Steins Steinþórssonar. Þeir tóku við þjálfun liðsins af Sebastian Alexanderssyni sem var sagt upp störfum um síðustu helgi.

Maria Ines Da Silva Pereira skoraði 10 mörk fyrir Hauka sem voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 16-11. Ramune Pekarskyte skoraði átta mörk.

Sem fyrr var Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir markahæst í liði Selfoss. Hún skoraði átta mörk í leiknum.

Haukar eru í 3. sæti deildarinnar en Selfoss er áfram í því sjöunda og næstneðsta.

Mörk Hauka:

Maria Ines Da Silva Pereira 10, Ramune Pekarskyte 8, María Karlsdóttir 4, Sigrún Jóhannsdóttir 2, Ragnheiður Ragnarsdóttir 2, Vilborg Pétursdóttir 1, Guðrún Erla Bjarnadóttir 1, Elín Anna Baldursdóttir 1.

Mörk Selfoss:

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 8, Hulda Dís Þrastardóttir 6, Kristrún Steinþórsdóttir 3, Perla Ruth Albertsdóttir 3, Dijana Radojevic 1, Arna Kristín Einarsdóttir 1, Margrét Katrín Jónsdóttir 1.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×