Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Sloga Pozega 29-26 | Valsmenn í undanúrslitin Kristinn Páll Teitsson á Hlíðarenda skrifar 1. apríl 2017 20:45 Valsmenn voru léttir í lund í leikslok. Vísir/Andri Marinó Valsmenn eru komnir í undanúrslit Áskorendakeppni Evrópu í handbolta eftir 29-26 sigur á serbneska liðinu Soga Pozega í Valshöllinni en Valsmenn unnu því einvígið samanlagt 59-53.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Valshöllinni og tók meðfylgjandi myndir. Valsmenn tóku þriggja marka forskot inn í leikinn eftir fyrri leik liðanna í Serbíu um síðustu helgi en Valsmenn voru með frumkvæðið allan leikinn í dag og verðskulduðu sætið í undanúrslitunum. Er þetta í fyrsta skiptið sem karlalið Valsmanna kemst alla leið í undanúrslitin í Evrópukeppni frá árinu 1980 þegar liðið komst alla leið í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða. Framan af skiptust liðin á mörkum en Valsmenn voru þó yfirleitt fyrri til og héldu forskotinu allan fyrri hálfleikinn. Léku bæði lið langar sóknir og reyndu að finna veikleika í vörnum andstæðingsins. Var Josip Juric að finna sig vel í skyttustöðunni en Valsmenn misstu af tækifærum til að hrista Serbana frá sér og var munurinn því aðeins tvö mörk í hálfleik 12-10, Valsmönnum í hag. Valsmenn misstu einbeitinguna örlítið í upphafi seinni hálfleiks og hófu að safna upp brottvísunum sem héldu serbneska liðinu inn í leiknum en á fyrstu átta mínútunum fengu Valsmenn fjórar brottvísanir. Þrátt fyrir það héldu Valsmenn floti og gáfu forskotið aldrei frá sér og fóru að byggja upp forskotið á ný en mest náðu Valsmenn fjögurra marka forskoti í seinni hálfleiknum. Serbarnir sýndu á köflum fína takta og reyndu að gera atlögu að forskoti Valsmanna en fyrir hvert áhlaup þeirra átti Valsliðið svör og fór svo að Valsmenn fögnuðu að lokum þriggja marka sigur. Þeir eru því komnir í undanúrslitin en ljóst verður hvaða liði þeir mæta á morgun þegar seinni leikur Potaissa Turda frá Rúmeníu og HC Dudelange frá Lúxemborg fer fram en leikið verður í undanúrslitunum seinustu tvær helgarnar í apríl. Hlynur: Vildum ná að hræra aðeins í mótastjórninni„Undanúrslit í Evrópukeppni, það er ótrúlegt að þú skulir segja þetta því við vissum varla hvað við vorum að fara út í þegar við skráðum okkur til leiks í þessari keppni og að vera komnir alla þessa leið er ótrúlegt,“ sagði Hlynur Morthens, markvörður Valsmanna, aðspurður hvernig tilfinningin væri að vera komnir í undanúrslitin eftir leik kvöldsins. „Eina liðið sem við þekktum í byrjun var Haslem og eftir sigur þar höfum við fengið að þræða Balkanskagann og ævintýrið heldur bara áfram. Vonandi skilar þetta sér yfir í deildina þar sem við höfum misst aðeins flugið en maður þarf að fara að skoða að fresta sumarfríinu eftir þetta.“ Það er þétt dagskrá framundan hjá Valsmönnum sem keppa á tveimur vígstöðum. „Það var hvatning fyrir okkur að hræra aðeins í mótastjórninni og að gefa þeim hausverk til að hugsa um. Einar þarf að fara að púsla þessu saman núna,“ sagði Hlynur sem sagði þetta vera komið lengra en hann hefði dreymt um. „Við fórum svolítið út í óvissuna þegar við skráðum okkur, við þekktum Haslem frá Noregi en önnur ekki. Við höfum tekið hvern leik sem verkefni og þetta hefur gengið frábærlega. Það er frábært fyrir íslenskan handbolta sem og félag eins og Val að vera komnir alla þessa leið.“ Aðspurður hvernig tilfinningin væri að fara í enn eitt ferðalagið var Hlynur bara spenntur. „Ég veit ekki hvaða ferðalag er næst, Rúmenía eða Lúxemborg en það væri vissulega gaman að fara til Rúmeníu. Það er svo gaman að sofa með Sigga í herbergi að ég vona að við förum bara sem lengst frá Íslandi,“ sagði Hlynur. Anton: Enginn sem mun kvarta undan leikjaálaginu„Okkur hentar vel að vera í svona úrslitaleikjum alltaf, við sýndum það í bikarkeppninni og ég vona að þessi reynsla muni nýtast okkur vel í úrslitakeppninni í Olís-deildinni,“ sagði Anton Rúnarsson, leikmaður Vals, aðspurður hver lykillinn hefði verið að sigrinum í kvöld. Anton sagði það vera draumi líkast að vera kominn alla þessa leið með uppeldisfélaginu eftir að hafa komið heim úr atvinnumennsku síðasta sumar. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá þorði mann ekki að dreyma um að komast svona langt en eftir að hafa slegið út Haslem fundum við að við gætum farið langt í þessari keppni.“ Það hefur verið mikið álag á Valsmönnum undanfarnar vikur. „Maður fékk ekki mikinn tíma til að skoða þá á myndböndum en eftir fyrri leikinn fannst mér við vera með smá tak á þeim. Við áttum heimaleikinn inni og ég var alveg sannfærður um að við myndum klára þetta,“ sagði Anton sem tók undir að það væri lúxusvandamál hversu stutt væri milli leikja. „Það má svo sannarlega segja það, það er enginn að kvarta hérna og framundan er úrslitakeppnin og svo fleiri leikir í Evrópukeppninni. Það verður flókið að raða þessu öllu saman niður.“ Valsmenn voru með yfirhöndina allan leikinn en Serbarnir voru aldrei langt undan. „Við vorum með leikinn allan tímann í dag en okkur tókst ekki að ná forskotinu í 5-6 mörk og gera út um leikinn. Þeir brotnuðu aldrei en við héldum vel áfram og gátum gefið yngri leikmönnum liðsins mínútur í mikilvægum Evrópuleik en það gæti reynst okkur dýrmætt síðar meir.“ Óskar Bjarni: Stórkostlegt afrek fyrir Val og íslenskan handbolta„Þetta var stórkostlegt tækifæri fyrir okkur að sigur hér þýddi sæti í undanúrslitum í Evrópukeppni. Þetta er mikið afrek fyrir strákana, félagið og handboltann á Íslandi og það geta allir verið stoltir,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfari Vals, sigurreyfur og þakklátur að leikslokum. Valsmenn komu inn í leikinn með þá hugmynd að þeir voru sterkara liðið og stýrðu leiknum frá upphafi til enda. „Við erum heilt yfir með sterkara lið, þeir eru með frábæran miðjumann og skyttu en þeir voru laskaðir eins og við eftir töluvert leikjaálag. Þegar við erum á fullu gasi þá erum við með sterkara lið og við gátum aðeins dreift álaginu undir lokin.“ Óskar Bjarni segir að ævintýri Valsmanna í Evrópu hafa gefið liðinu heilmikið. „Ferðirnar hafa gefið okkur mikið, þetta þjappar liðinu vel saman og sjúkrateymið sér til þess að menn séu í lagi. Það var algjör demantur að komast til Serbíu og slaka á og vinna í liðsheildinni. Þegar hún er í lagi erum við frábærir en þegar hún er ekki til staðar erum við fljótir að fara niður á lágt plan,“ sagði Óskar sem var feginn að fá heimaleik í dag. „Við vissum að við þyrftum að selja einn útileik, þetta er dýrt og það er erfitt fyrir strákana að safna fyrir þessu á milli leikja en við erum mjög þakklátir fyrir þann stuðning sem við fáum frá stjórninni. Þetta kostar og núna bíður okkur mjög jákvætt vandamál og þetta hefur allt verið mjög fallegt.“ Það verður púsluspil fyrir mótastjórn HSÍ að skipuleggja úrslitakeppnina með mið af þátttöku Valsmanna í Evrópukeppninni. „Við erum með ansi laskað lið og það eru margir leikir framundan ef við komust alla leið í úrslitin. Það verður mikill hausverkur að púsla þessu saman og vonandi finnur mótastjórn HSÍ lausnir en það verður erfitt.“ Framundan er undanúrslitaeinvígi þar sem Valsmenn mæta annað hvort liði frá Rúmeníu eða Lúxemborg. „Miðað við okkar sögu þá er ég pottþéttur á því að við séum að fara til Rúmeníu, Rúmenarnir unnu í kvöld og ég á von á því að við mætum þeim. Það verður glæsilegt að upplifa allan Balkanskagann, ég er búinn að fara til Serbíu, Svartfjallalands og er á leiðinni til Makedóníu með landsliðinu. Ég fer að fara að tala tungumálið og er öllum hnútum kunnugur í tískunni og tónlistinni þarna,“ sagði Óskar léttur að lokum.Textalýsing blaðamanns úr Valsheimilinu: 19:30 Leiknum lýkur með sannfærandi sigri Valsmanna sem eru komnir í undanúrslitin. 19:26 Stúkan er komin á fæturna enda sigurinn í höfn og miðinn í undanúrslitin. Staðan er 28-25 þegar tvær mínútur eru eftir en serbarnir hætta ekki að berjast þótt þeir viti að Evrópureisa þeirra sé að enda komin. 19:23 Serbarnir svara með tveimur mörkum og nýta sér liðsmuninn vel eftir brottvísun Orra Freys. Staðan er 26-24 fyrir Val þegar fjórar mínútur eru eftir. 19:20 Eða hvað? Tvö serbnesk mörk í röð þrátt fyrir að leika manni færri undanfarna mínútu kemur muninum í tvö mörk en Atli Karl æðir í gegnum vörn Serbanna og kemur muninum aftur upp í þrjú mörk. Svo fá Valsmenn hraðaupphlaupsmark frá Vigni, staðan 26-22 og miðinn í undanúrslitin nánast innsiglaður þegar sex mínútur eru eftir. 19:17 Valsmenn ná fjögurra marka forskoti á ný þegar átta mínútur eru eftir. Á erfitt með að sjá Serbana vinna upp það forskot, hvað þá þegar þeir þurfa að vinna upp þriggja marka forskot þar að auki úr fyrri leiknum. 19:11 Valsmenn að ganga langt með þetta einvígi hérna! Eftir langa sókn ná þeir að koma boltanum á Svein á línunni. Í næstu sókn tapa Serbarnir boltanum og Valsmenn með Vigni fremstan keyra hratt og refsa. Munurinn kominn í fjögur, 22-18 mörk þegar þrettán mínútur eru eftir. 19:06 Ekki svarið sem Valsmenn þurftu. Janko Gemaljevic er kominn í markið og er farinn að taka bolta og á sama tíma er sóknarleikurinn að liðkast til. Óskar Bjarni svarar tveimur mörkum serbneska liðsins með leikhléi í stöðunni 19-18, Valsmönnum í vil. 19:02 Valsmenn fá fullskipað lið á nýjan leik og eru með þriggja marka forskot 19-16 þegar tuttugu mínútur eru eftir. Góð rispa hér myndi gera endanlega út um einvígið. 19:00 Fjórða brottvísun Valsmanna í seinni hálfleik, þeir eru að gera sér erfitt fyrir með klaufalegum mistökum en halda þó enn forskotinu. Munurinn er tvö mörk, 18-16 eftir tvö mörk frá gestunum í röð. 18:58 Orri var þarna heppinn að fá ekki tvær mínútur en það kemur ekki að sök, tvær mínútur dæmdar á Valsmenn nokkrum sekúndum síðar. Dómararnir eru ekki að leyfa leikmönnum að komast upp með nein slagsmál. 18:57 Smá ráðaleysi hjá Valsmönnum, fyrst dettur vallarklukkan úr sambandi og þegar leikur á að hefjast á ný er Orri inn á þrátt fyrir að eiga smá eftir af brottvísuninni. Óskar Bjarni öskrar á hann að koma sér af velli og rétt nær skiptingunni áður en dómararnir flauta leikinn af stað á ný. 18:54 Valsmenn tveimur mönnum færri þessa stundina en ná samt að bæta við marki en Serbarnir eru fljótir að slíta í sundur vörn heimamanna og minnka muninn í tvö mörk á ný. Staðan er 15-13 þegar fjórar mínútur eru búnar af seinni. 18:51 Liðin hafa skipst á sitt hvoru markinu hér í upphafi seinni hálfleiks og Valsmenn áfram með tveggja marka forskot 13-11 en Serbarnir misstu hér mann af velli fyrir brot á Juric. 18:47 Þá hefjum við leik í seinni hálfleik. Valsmenn eru þrjátíu mínútum frá sæti í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu. 18:41 Serbarnir auglýsa eftir hvort það sé læknir í húsinu til að líta á Gojkovic og vallarþulurinn kannar málið. 18:34 Skot Ólafs Ægis fer yfir þegar lokaflautið gellur í fyrri hálfleik. Valsmenn tveimur mörkum yfir 12-10 og líta vel út en þeir þurfa að ná að hrista gestina endanlega frá sér í seinni hálfleik og gera út um leikinn. 18:32 Nemanja Gojkovic kennir sér meins eftir að skot hans fer yfir og hleypur ekki aftur í vörnina en fyrir vikið eru Valsmenn tveimur mönnum fleiri í sókninni. Þjálfari Sloga er afar ósáttur með þýsku dómarana og vill að þeir stöðvi leikinn en Valsmenn stöðva ekki og bæta við tólfta marki sínu. 18:28 Anton með heppnina með sér í liði, skot hans fer af höndum varnarmanns og sleppur í hornið framhjá markmanninum. Munurinn kominn upp í tvö mörk á ný, Valsmenn með 11-9 forskot. 18:23 Ýmir fær tveggja mínútna brottvísun og Serbarnir eru fljótir að nýta sér það og jafna en Vignir svarar um hæl og nær forskotinu á ný fyrir Valsmenn. Darko Tavric, þjálfari gestanna bregst við með leikhléi í stöðunni 9-8 fyrir Val. 18:20 Valsmenn klúðra tveimur fínum færum til að bæta við marki en staðan er enn 8-6 þegar Serbarnir fá fullskipað lið á ný. 18:17 Vignir kemur inn úr horninu og skorar þrátt fyrir að Darko Milenkovic fari í hann í loftinu til að trufla. Vignir liggur eftir og Darko fær tveggja mínútna brottvísun en Vignir kemst aftur á fætur eftir smá aðhald. Valsmenn með tveggja marka forskot 8-6 og manni fleiri næstu mínúturnar, hér geta þeir náð ágætis forskoti. 18:13 Tvær mínútur dæmdar á Milan Pavlovic en hann virtist óvart fara með hendur í andlit Ólafs Ægis og hann biður Ólaf afsökunar áður en hann fer af vellinum. Valsmenn nýta sér liðsmuninn með smá heppni og komast á ný yfir 5-4 með þriðja marki Josip Juric. 18:09 Valsmenn fá tvö tækifæri til að komast í hraðaupphlaup en missa frá sér boltann í bæði skiptin og Serbarnir refsa í seinna skiptið og jafna metin í 3-3. 18:05 Sjö mínútur búnar og staðan er jöfn 2-2. Bæði lið að taka langan tíma í sóknirnar og varnirnar að spila fast. 18:02 Valsmenn að spila hörku vörn hér í byrjun, þvinga gestina í erfið skot sem Hlynur hefur varið. Sveinn Aron með eina mark leiksins og Valsmenn leiða þegar þrjár mínútur eru búnar 1-0. 18:00 Við erum farin af stað! Valsmenn byrja í 5-1 vörn með Ými framarlega en Orri bróðir hans virtist hvísla ráðlegginga til hans er dómarinn flautaði leikinn á. Sú vörn virkar svo sannarlega þar sem Serbarnir kasta boltanum frá sér í fyrstu sókn. 17:54 Serbarnir leggja eflaust töluvert upp með að stöðva Josip Gruric í liði Valsmanna en hann var svo gott sem óstöðvandi í Serbíu með fjórtán mörk í leiknum. 17:52 Hér eru mættir klettharðir stuðningsmenn Sloga Pozega með serbneska fánann en ég áætla að það séu um 20 manns sem sitja hjá serbneska fánanum. 17:50 Fari svo að Valsmenn komist áfram í kvöld fá þeir að vita næsta áfangastað um næstu helgi en undanúrslitin eru leikin helgina 22-23. apríl og 29-30. apríl. Margt verra en góð Evrópureisa að vori til en það gæti reynst höfuðverkur fyrir mótastjórn HSÍ að púsla saman úrslitakeppninni. Við skulum þó kalla það jákvæðan höfuðverk. 17:46 Þá loksins kemur íslenskt popp í græjurnar. Hér var farið í harðkjarna teknó-tónlist áðan sem hefði sómað sér vel á næturklúbbi í Belgrad. Það er ekki víst hvernig Serbunum finnst að hita undir þessum ljúfu íslensku tónum. 17:45 Dómaratvíeykið kemur frá Þýskalandi. Simon Reich, beinþýtt sem Símon Ríki og Hanspeter Brodbeck. Foreldrar Hanspeter gátu ekki ákveðið hvort það yrði Hans eða Peter þannig þau hentu bara í samloku. 17:44 Fari Valsmenn áfram í kvöld mæta þeir annað hvort Potaissa Turda frá Rúmeníu eða HC Dudelange frá Lúxemborg í undanúrslitum en Rúmenarnir unnu fyrri leik liðanna í dag með þremur mörkum á heimavelli. 17:41Guðjón Guðmundsson ræddi við Anton Rúnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann sagði þetta vera risastórt tækifæri fyrir Valsmenn að komast í undanúrslit í Evrópukeppni. 17:39 Valsmenn eru með þriggja marka forskot eftir fyrri leik liðanna í Serbíu sem lauk með 30-27 sigri Vals. Staðan er því ansi góð en Valsmenn mega tapa í kvöld með þremur mörkum svo lengi sem þeir haldi Serbunum undir 30 mörkum. 17:35 Liðin tvö eru á fullu í upphitun en það stefnir í góða mætingu í Valshöllinni og er Benni Bongó búinn að koma sér vel fyrir með allt settið. Hér gætu orðið læti. 17.30 Velkomin til leiks í Valsheimilinu.vísir/andri marinóvísir/antonvísir/andri marinóvísir/andri marinóvísir/andri marinóvísir/andri marinóvísir/andri marinóvísir/andri marinóvísir/andri marinóvísir/andri marinó Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
Valsmenn eru komnir í undanúrslit Áskorendakeppni Evrópu í handbolta eftir 29-26 sigur á serbneska liðinu Soga Pozega í Valshöllinni en Valsmenn unnu því einvígið samanlagt 59-53.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Valshöllinni og tók meðfylgjandi myndir. Valsmenn tóku þriggja marka forskot inn í leikinn eftir fyrri leik liðanna í Serbíu um síðustu helgi en Valsmenn voru með frumkvæðið allan leikinn í dag og verðskulduðu sætið í undanúrslitunum. Er þetta í fyrsta skiptið sem karlalið Valsmanna kemst alla leið í undanúrslitin í Evrópukeppni frá árinu 1980 þegar liðið komst alla leið í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða. Framan af skiptust liðin á mörkum en Valsmenn voru þó yfirleitt fyrri til og héldu forskotinu allan fyrri hálfleikinn. Léku bæði lið langar sóknir og reyndu að finna veikleika í vörnum andstæðingsins. Var Josip Juric að finna sig vel í skyttustöðunni en Valsmenn misstu af tækifærum til að hrista Serbana frá sér og var munurinn því aðeins tvö mörk í hálfleik 12-10, Valsmönnum í hag. Valsmenn misstu einbeitinguna örlítið í upphafi seinni hálfleiks og hófu að safna upp brottvísunum sem héldu serbneska liðinu inn í leiknum en á fyrstu átta mínútunum fengu Valsmenn fjórar brottvísanir. Þrátt fyrir það héldu Valsmenn floti og gáfu forskotið aldrei frá sér og fóru að byggja upp forskotið á ný en mest náðu Valsmenn fjögurra marka forskoti í seinni hálfleiknum. Serbarnir sýndu á köflum fína takta og reyndu að gera atlögu að forskoti Valsmanna en fyrir hvert áhlaup þeirra átti Valsliðið svör og fór svo að Valsmenn fögnuðu að lokum þriggja marka sigur. Þeir eru því komnir í undanúrslitin en ljóst verður hvaða liði þeir mæta á morgun þegar seinni leikur Potaissa Turda frá Rúmeníu og HC Dudelange frá Lúxemborg fer fram en leikið verður í undanúrslitunum seinustu tvær helgarnar í apríl. Hlynur: Vildum ná að hræra aðeins í mótastjórninni„Undanúrslit í Evrópukeppni, það er ótrúlegt að þú skulir segja þetta því við vissum varla hvað við vorum að fara út í þegar við skráðum okkur til leiks í þessari keppni og að vera komnir alla þessa leið er ótrúlegt,“ sagði Hlynur Morthens, markvörður Valsmanna, aðspurður hvernig tilfinningin væri að vera komnir í undanúrslitin eftir leik kvöldsins. „Eina liðið sem við þekktum í byrjun var Haslem og eftir sigur þar höfum við fengið að þræða Balkanskagann og ævintýrið heldur bara áfram. Vonandi skilar þetta sér yfir í deildina þar sem við höfum misst aðeins flugið en maður þarf að fara að skoða að fresta sumarfríinu eftir þetta.“ Það er þétt dagskrá framundan hjá Valsmönnum sem keppa á tveimur vígstöðum. „Það var hvatning fyrir okkur að hræra aðeins í mótastjórninni og að gefa þeim hausverk til að hugsa um. Einar þarf að fara að púsla þessu saman núna,“ sagði Hlynur sem sagði þetta vera komið lengra en hann hefði dreymt um. „Við fórum svolítið út í óvissuna þegar við skráðum okkur, við þekktum Haslem frá Noregi en önnur ekki. Við höfum tekið hvern leik sem verkefni og þetta hefur gengið frábærlega. Það er frábært fyrir íslenskan handbolta sem og félag eins og Val að vera komnir alla þessa leið.“ Aðspurður hvernig tilfinningin væri að fara í enn eitt ferðalagið var Hlynur bara spenntur. „Ég veit ekki hvaða ferðalag er næst, Rúmenía eða Lúxemborg en það væri vissulega gaman að fara til Rúmeníu. Það er svo gaman að sofa með Sigga í herbergi að ég vona að við förum bara sem lengst frá Íslandi,“ sagði Hlynur. Anton: Enginn sem mun kvarta undan leikjaálaginu„Okkur hentar vel að vera í svona úrslitaleikjum alltaf, við sýndum það í bikarkeppninni og ég vona að þessi reynsla muni nýtast okkur vel í úrslitakeppninni í Olís-deildinni,“ sagði Anton Rúnarsson, leikmaður Vals, aðspurður hver lykillinn hefði verið að sigrinum í kvöld. Anton sagði það vera draumi líkast að vera kominn alla þessa leið með uppeldisfélaginu eftir að hafa komið heim úr atvinnumennsku síðasta sumar. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá þorði mann ekki að dreyma um að komast svona langt en eftir að hafa slegið út Haslem fundum við að við gætum farið langt í þessari keppni.“ Það hefur verið mikið álag á Valsmönnum undanfarnar vikur. „Maður fékk ekki mikinn tíma til að skoða þá á myndböndum en eftir fyrri leikinn fannst mér við vera með smá tak á þeim. Við áttum heimaleikinn inni og ég var alveg sannfærður um að við myndum klára þetta,“ sagði Anton sem tók undir að það væri lúxusvandamál hversu stutt væri milli leikja. „Það má svo sannarlega segja það, það er enginn að kvarta hérna og framundan er úrslitakeppnin og svo fleiri leikir í Evrópukeppninni. Það verður flókið að raða þessu öllu saman niður.“ Valsmenn voru með yfirhöndina allan leikinn en Serbarnir voru aldrei langt undan. „Við vorum með leikinn allan tímann í dag en okkur tókst ekki að ná forskotinu í 5-6 mörk og gera út um leikinn. Þeir brotnuðu aldrei en við héldum vel áfram og gátum gefið yngri leikmönnum liðsins mínútur í mikilvægum Evrópuleik en það gæti reynst okkur dýrmætt síðar meir.“ Óskar Bjarni: Stórkostlegt afrek fyrir Val og íslenskan handbolta„Þetta var stórkostlegt tækifæri fyrir okkur að sigur hér þýddi sæti í undanúrslitum í Evrópukeppni. Þetta er mikið afrek fyrir strákana, félagið og handboltann á Íslandi og það geta allir verið stoltir,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfari Vals, sigurreyfur og þakklátur að leikslokum. Valsmenn komu inn í leikinn með þá hugmynd að þeir voru sterkara liðið og stýrðu leiknum frá upphafi til enda. „Við erum heilt yfir með sterkara lið, þeir eru með frábæran miðjumann og skyttu en þeir voru laskaðir eins og við eftir töluvert leikjaálag. Þegar við erum á fullu gasi þá erum við með sterkara lið og við gátum aðeins dreift álaginu undir lokin.“ Óskar Bjarni segir að ævintýri Valsmanna í Evrópu hafa gefið liðinu heilmikið. „Ferðirnar hafa gefið okkur mikið, þetta þjappar liðinu vel saman og sjúkrateymið sér til þess að menn séu í lagi. Það var algjör demantur að komast til Serbíu og slaka á og vinna í liðsheildinni. Þegar hún er í lagi erum við frábærir en þegar hún er ekki til staðar erum við fljótir að fara niður á lágt plan,“ sagði Óskar sem var feginn að fá heimaleik í dag. „Við vissum að við þyrftum að selja einn útileik, þetta er dýrt og það er erfitt fyrir strákana að safna fyrir þessu á milli leikja en við erum mjög þakklátir fyrir þann stuðning sem við fáum frá stjórninni. Þetta kostar og núna bíður okkur mjög jákvætt vandamál og þetta hefur allt verið mjög fallegt.“ Það verður púsluspil fyrir mótastjórn HSÍ að skipuleggja úrslitakeppnina með mið af þátttöku Valsmanna í Evrópukeppninni. „Við erum með ansi laskað lið og það eru margir leikir framundan ef við komust alla leið í úrslitin. Það verður mikill hausverkur að púsla þessu saman og vonandi finnur mótastjórn HSÍ lausnir en það verður erfitt.“ Framundan er undanúrslitaeinvígi þar sem Valsmenn mæta annað hvort liði frá Rúmeníu eða Lúxemborg. „Miðað við okkar sögu þá er ég pottþéttur á því að við séum að fara til Rúmeníu, Rúmenarnir unnu í kvöld og ég á von á því að við mætum þeim. Það verður glæsilegt að upplifa allan Balkanskagann, ég er búinn að fara til Serbíu, Svartfjallalands og er á leiðinni til Makedóníu með landsliðinu. Ég fer að fara að tala tungumálið og er öllum hnútum kunnugur í tískunni og tónlistinni þarna,“ sagði Óskar léttur að lokum.Textalýsing blaðamanns úr Valsheimilinu: 19:30 Leiknum lýkur með sannfærandi sigri Valsmanna sem eru komnir í undanúrslitin. 19:26 Stúkan er komin á fæturna enda sigurinn í höfn og miðinn í undanúrslitin. Staðan er 28-25 þegar tvær mínútur eru eftir en serbarnir hætta ekki að berjast þótt þeir viti að Evrópureisa þeirra sé að enda komin. 19:23 Serbarnir svara með tveimur mörkum og nýta sér liðsmuninn vel eftir brottvísun Orra Freys. Staðan er 26-24 fyrir Val þegar fjórar mínútur eru eftir. 19:20 Eða hvað? Tvö serbnesk mörk í röð þrátt fyrir að leika manni færri undanfarna mínútu kemur muninum í tvö mörk en Atli Karl æðir í gegnum vörn Serbanna og kemur muninum aftur upp í þrjú mörk. Svo fá Valsmenn hraðaupphlaupsmark frá Vigni, staðan 26-22 og miðinn í undanúrslitin nánast innsiglaður þegar sex mínútur eru eftir. 19:17 Valsmenn ná fjögurra marka forskoti á ný þegar átta mínútur eru eftir. Á erfitt með að sjá Serbana vinna upp það forskot, hvað þá þegar þeir þurfa að vinna upp þriggja marka forskot þar að auki úr fyrri leiknum. 19:11 Valsmenn að ganga langt með þetta einvígi hérna! Eftir langa sókn ná þeir að koma boltanum á Svein á línunni. Í næstu sókn tapa Serbarnir boltanum og Valsmenn með Vigni fremstan keyra hratt og refsa. Munurinn kominn í fjögur, 22-18 mörk þegar þrettán mínútur eru eftir. 19:06 Ekki svarið sem Valsmenn þurftu. Janko Gemaljevic er kominn í markið og er farinn að taka bolta og á sama tíma er sóknarleikurinn að liðkast til. Óskar Bjarni svarar tveimur mörkum serbneska liðsins með leikhléi í stöðunni 19-18, Valsmönnum í vil. 19:02 Valsmenn fá fullskipað lið á nýjan leik og eru með þriggja marka forskot 19-16 þegar tuttugu mínútur eru eftir. Góð rispa hér myndi gera endanlega út um einvígið. 19:00 Fjórða brottvísun Valsmanna í seinni hálfleik, þeir eru að gera sér erfitt fyrir með klaufalegum mistökum en halda þó enn forskotinu. Munurinn er tvö mörk, 18-16 eftir tvö mörk frá gestunum í röð. 18:58 Orri var þarna heppinn að fá ekki tvær mínútur en það kemur ekki að sök, tvær mínútur dæmdar á Valsmenn nokkrum sekúndum síðar. Dómararnir eru ekki að leyfa leikmönnum að komast upp með nein slagsmál. 18:57 Smá ráðaleysi hjá Valsmönnum, fyrst dettur vallarklukkan úr sambandi og þegar leikur á að hefjast á ný er Orri inn á þrátt fyrir að eiga smá eftir af brottvísuninni. Óskar Bjarni öskrar á hann að koma sér af velli og rétt nær skiptingunni áður en dómararnir flauta leikinn af stað á ný. 18:54 Valsmenn tveimur mönnum færri þessa stundina en ná samt að bæta við marki en Serbarnir eru fljótir að slíta í sundur vörn heimamanna og minnka muninn í tvö mörk á ný. Staðan er 15-13 þegar fjórar mínútur eru búnar af seinni. 18:51 Liðin hafa skipst á sitt hvoru markinu hér í upphafi seinni hálfleiks og Valsmenn áfram með tveggja marka forskot 13-11 en Serbarnir misstu hér mann af velli fyrir brot á Juric. 18:47 Þá hefjum við leik í seinni hálfleik. Valsmenn eru þrjátíu mínútum frá sæti í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu. 18:41 Serbarnir auglýsa eftir hvort það sé læknir í húsinu til að líta á Gojkovic og vallarþulurinn kannar málið. 18:34 Skot Ólafs Ægis fer yfir þegar lokaflautið gellur í fyrri hálfleik. Valsmenn tveimur mörkum yfir 12-10 og líta vel út en þeir þurfa að ná að hrista gestina endanlega frá sér í seinni hálfleik og gera út um leikinn. 18:32 Nemanja Gojkovic kennir sér meins eftir að skot hans fer yfir og hleypur ekki aftur í vörnina en fyrir vikið eru Valsmenn tveimur mönnum fleiri í sókninni. Þjálfari Sloga er afar ósáttur með þýsku dómarana og vill að þeir stöðvi leikinn en Valsmenn stöðva ekki og bæta við tólfta marki sínu. 18:28 Anton með heppnina með sér í liði, skot hans fer af höndum varnarmanns og sleppur í hornið framhjá markmanninum. Munurinn kominn upp í tvö mörk á ný, Valsmenn með 11-9 forskot. 18:23 Ýmir fær tveggja mínútna brottvísun og Serbarnir eru fljótir að nýta sér það og jafna en Vignir svarar um hæl og nær forskotinu á ný fyrir Valsmenn. Darko Tavric, þjálfari gestanna bregst við með leikhléi í stöðunni 9-8 fyrir Val. 18:20 Valsmenn klúðra tveimur fínum færum til að bæta við marki en staðan er enn 8-6 þegar Serbarnir fá fullskipað lið á ný. 18:17 Vignir kemur inn úr horninu og skorar þrátt fyrir að Darko Milenkovic fari í hann í loftinu til að trufla. Vignir liggur eftir og Darko fær tveggja mínútna brottvísun en Vignir kemst aftur á fætur eftir smá aðhald. Valsmenn með tveggja marka forskot 8-6 og manni fleiri næstu mínúturnar, hér geta þeir náð ágætis forskoti. 18:13 Tvær mínútur dæmdar á Milan Pavlovic en hann virtist óvart fara með hendur í andlit Ólafs Ægis og hann biður Ólaf afsökunar áður en hann fer af vellinum. Valsmenn nýta sér liðsmuninn með smá heppni og komast á ný yfir 5-4 með þriðja marki Josip Juric. 18:09 Valsmenn fá tvö tækifæri til að komast í hraðaupphlaup en missa frá sér boltann í bæði skiptin og Serbarnir refsa í seinna skiptið og jafna metin í 3-3. 18:05 Sjö mínútur búnar og staðan er jöfn 2-2. Bæði lið að taka langan tíma í sóknirnar og varnirnar að spila fast. 18:02 Valsmenn að spila hörku vörn hér í byrjun, þvinga gestina í erfið skot sem Hlynur hefur varið. Sveinn Aron með eina mark leiksins og Valsmenn leiða þegar þrjár mínútur eru búnar 1-0. 18:00 Við erum farin af stað! Valsmenn byrja í 5-1 vörn með Ými framarlega en Orri bróðir hans virtist hvísla ráðlegginga til hans er dómarinn flautaði leikinn á. Sú vörn virkar svo sannarlega þar sem Serbarnir kasta boltanum frá sér í fyrstu sókn. 17:54 Serbarnir leggja eflaust töluvert upp með að stöðva Josip Gruric í liði Valsmanna en hann var svo gott sem óstöðvandi í Serbíu með fjórtán mörk í leiknum. 17:52 Hér eru mættir klettharðir stuðningsmenn Sloga Pozega með serbneska fánann en ég áætla að það séu um 20 manns sem sitja hjá serbneska fánanum. 17:50 Fari svo að Valsmenn komist áfram í kvöld fá þeir að vita næsta áfangastað um næstu helgi en undanúrslitin eru leikin helgina 22-23. apríl og 29-30. apríl. Margt verra en góð Evrópureisa að vori til en það gæti reynst höfuðverkur fyrir mótastjórn HSÍ að púsla saman úrslitakeppninni. Við skulum þó kalla það jákvæðan höfuðverk. 17:46 Þá loksins kemur íslenskt popp í græjurnar. Hér var farið í harðkjarna teknó-tónlist áðan sem hefði sómað sér vel á næturklúbbi í Belgrad. Það er ekki víst hvernig Serbunum finnst að hita undir þessum ljúfu íslensku tónum. 17:45 Dómaratvíeykið kemur frá Þýskalandi. Simon Reich, beinþýtt sem Símon Ríki og Hanspeter Brodbeck. Foreldrar Hanspeter gátu ekki ákveðið hvort það yrði Hans eða Peter þannig þau hentu bara í samloku. 17:44 Fari Valsmenn áfram í kvöld mæta þeir annað hvort Potaissa Turda frá Rúmeníu eða HC Dudelange frá Lúxemborg í undanúrslitum en Rúmenarnir unnu fyrri leik liðanna í dag með þremur mörkum á heimavelli. 17:41Guðjón Guðmundsson ræddi við Anton Rúnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann sagði þetta vera risastórt tækifæri fyrir Valsmenn að komast í undanúrslit í Evrópukeppni. 17:39 Valsmenn eru með þriggja marka forskot eftir fyrri leik liðanna í Serbíu sem lauk með 30-27 sigri Vals. Staðan er því ansi góð en Valsmenn mega tapa í kvöld með þremur mörkum svo lengi sem þeir haldi Serbunum undir 30 mörkum. 17:35 Liðin tvö eru á fullu í upphitun en það stefnir í góða mætingu í Valshöllinni og er Benni Bongó búinn að koma sér vel fyrir með allt settið. Hér gætu orðið læti. 17.30 Velkomin til leiks í Valsheimilinu.vísir/andri marinóvísir/antonvísir/andri marinóvísir/andri marinóvísir/andri marinóvísir/andri marinóvísir/andri marinóvísir/andri marinóvísir/andri marinóvísir/andri marinó
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti