Handbolti

Stórskrýtin ákvörðun besta leikmanns vallarins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Það er óhætt að segja að lokamínútan í viðureign Stjörnunnar og Fram í fyrsta leik liðanna í Olísdeild-kvenna hafi verið farsakennd. Fram hafði ekki skorað í þrettán mínútur og leiddi með einu marki, 25-24, þegar síðasta mínútan var runnin upp. Liðið hafði boltann og Stefán Arnarsson, þjálfari liðsins, tók leikhlé.

Hvað það var sem Stefán sagði við sínar stelpur þegar þær lögðu af stað í það sem átti að vera síðasta sókn leiksins er ómögulegt fyrir blaðamann að segja. Planið var að minnsta kosti ekki að Guðrún Ósk Maríasdóttir, besti leikmaður vallarins, myndi drippla boltanum upp völlinn, að vítateig Stjörnunnar og reyna þar línusendingu. Sem er það sem gerðist.

„Hún er mikill íþróttamaður og finnst gaman að hlaupa,“ sagði Stefán þjálfari í leikslok um uppákomuna og brosti.

Sem betur fer fyrir Guðrúnu og Framara náðu Stjörnustelpur ekki að nýta sér þennan klaufagang Framara sem lönduðu sigri eftir stórskrýtna lokamínútu sem sjá má í spilaranum að ofan.

Óhætt er að segja að spretturinn hafi vakið mikla kátínu Framara eftir að sigurinn var í höfn. Sigurbjörg Jóhannsdóttir og Steinunn Björnsdóttir fara að skellihlæja eins og Guðrún sem var væntanlega létt þegar flautað var til leiksloka.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×