Handbolti

Þessar fara með landsliðinu til Danmerkur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Axel Stefánsson landsliðsþjálfari.
Axel Stefánsson landsliðsþjálfari. vísir/stefán
Axel Stefánsson landsliðsþjálfari valdi í dag sautján stúlkur í leikmannahóp A-landsliðsins sem mun taka þátt í æfingum og leikjum í Reykjavík og Kaupmannahöfn frá 24. júlí til 30. júlí.

Fyrstu þrjá dagana mun liðið æfa á Íslandi en síðan verður farið til Danmerkur þar sem liðið spilar við Köbenhavn HB og sænska meistaraliðið H65 Höör. Stelpurnur munu svo æfa með danska liðinu.

Leikirnir eru liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir undankeppni EM sem hefst í haust með leikjum gegn Danmörku og Tékklandi í lok september.

Hópurinn:

Andrea Jacobsen, Fjölnir

Birna Berg Haraldsdóttir, Århus United

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Haukar

Eva Björk Davíðsdóttir, Sola HK

Guðrún Ósk Maríasdóttir, Fram

Hafdís Renötudóttir, Stjarnan

Helena Rut Örvarsdóttir, Stjarnan

Hildigunnur Einarsdóttir, Leipzig

Karen Knútsdóttir, Nice

Lovísa Thompson, Grótta

Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss

Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram

Steinunn Hansdóttir, Skanderborg

Thea Imani Sturludóttir, Fylkir

Unnur Ómarsdóttir, Grótta

Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Grótta

Þórey Rósa Stefánsdóttir, Vipers

Varamenn:

Stefanía Theodórsdóttir, Stjarnan

Díana Kristín Sigmarsdóttir, Fjölnir

Sandra Erlingsdóttir, ÍBV

Ragnheiður Ragnarsdóttir, Haukar

Elena Birgisdóttir, Stjarnan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×