Handbolti

Strákarnir settu í fluggír í seinni hálfleik gegn Alsír

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Teitur fagnar einu af níu mörkum sínum í dag.
Teitur fagnar einu af níu mörkum sínum í dag. Vísir/Facebook-síða HSÍ
Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum undir 19 ára aldri er áfram með fullt hús stiga eftir tíu marka sigur 37-27 á Alsír í Georgíu í dag.

Strákarnir voru lengi af stað í leiknum og héldu Alsíringar vel í við íslenska liðið framan af. Var staðan 15-13, Íslandi í vil í hálfleik.

Í seinni hálfleik settu íslensku strákarnir í fluggír og keyrðu yfir Alsíringana og unnu að lokum sannfærandi tíu marka sigur.

Náði íslenska liðið að nýta 4 af fimm vítum sínum í leiknum en fengu sjö brottvísanir í leiknum.

Teitur Örn Einarsson var markahæstur í íslenska liðinu með níu mörk en Orri Freyr Þorkelsson bætti við átta mörkum.

Lokaleikur riðilsins fer fram á mánudaginn þegar Ísland mætir Þýskalandi en fari svo að Þjóðverjar vinni Georgíu í dag mætast þar ósigruðu lið riðilsins.

Mörk íslenska liðsins: Teitur Örn Einarsson 9, Orri Freyr Þorkelsson 8, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 6, Birgir Már Birgisson 4, Hafþór Már Vignisson 3, Sveinn Andri Sveinsson 2, Birgir Steinn Jónsson 1, Örn Östenberg 1, Sveinn Brynjar Agnarsson 1, Hannes Grimm 1, Sveinn Jose Rivera 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×