Handbolti

Silfurdrengir fá kveðjuleik með landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Róbert, Snori og Alexander fagna eftir leik á EM í Sviss árið 2006.
Róbert, Snori og Alexander fagna eftir leik á EM í Sviss árið 2006. Vísir/AFP
Þeir Snorri Steinn Guðjónsson, Róbert Gunnarsson og Alexander Petersson munu allir fá kveðjuleik með íslenska landsliðinu þegar liðið leikur tvo vináttulandsleiki við Svíþjóð í lok næsta mánaðar.

Þetta kemur fram á vef Rúv í dag en allir hættu þeir að spila með landsliðinu á síðasta ári eftir langan og farsælan feril í bláa búningnum.

Allir voru þeir í liði Íslands sem vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 sem og í bronsliðinu á EM 2010 í Austurríki. Þremenningarnir fóru á meira en tíu stórmót hver með íslenska landsliðinu.

Leikið verður við Svía dagana 26. og 28. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×