Handbolti

Seinni bylgjan: Drottningin í Dalhúsum og falda hetjan í Fjölni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fjölnisstelpurnar náðu í stig á móti Gróttu í Olís-deild kvenna í handbolta um síðustu helgi og þar komu tveir leikmenn nýliðanna mikið við sögu.

Tómas Þór Þórðarson og félagar í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport skoðuðu betur frammistöðu þeirra Andreu Jacobsen og Berglindar Benediktsdóttur sem eru ungir leikmenn í risastórum hlutverkum í liðinu.

Andrea Jacobsen og Berglind Benediktsdóttir voru með nítján ára landsliðinu í sögu og Andrea Jacobsen fékk tækifæri með A-landsliðinu á dögunum.

Andrea Jacobsen fór fyrir Fjölnisliðinu í sóknarleiknum og skoraði meðal annars markið sem tryggði liðinu stig.

Berglind Benediktsdóttir gaf hinsvegar ekkert eftir í varnarleiknum þar sem hún stöðvaði hverja Gróttukonuna á fætur annarri.

Hér í spilaranum fyrir ofan má sjá umfjöllun Seinni bylgjunnar um Fjölnisstelpurnar fyrst drottninguna í Dalhúsum og svo földu hetjuna í Fjölnisliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×