Handbolti

Geir: Þarf að gera markvarðastöðuna áhugaverða

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, vill sjá meiri framfarir hjá íslenskum markvörðum.

„Ég hef hamrað svolítið á því. Það á ekkert bara við markmennina. Í hverri einustu stöðu er markmiðið að fjölga leikmönnum og auka samkeppni því hún er af hinu góða,“ sagði Geir í samtali við Arnar Björnsson í Sportpakkanum á Stöð 2.

„Hvað markverðina varðar er þetta ein mikilvægasta, ef ekki mikilvægasta, staðan á vellinum.“

Geir segir að það þurfi að gera markvarðastöðuna áhugaverða fyrir unga iðkendur.

„Það var oft sagt áður fyrr að menn fóru í markið því það var engin önnur staða laus og mönnum hent út í þetta. En auðvitað þarf að gera markvarðastöðuna áhugaverða,“ sagði Geir.

„Við erum með Björgvin Pál sem er frábær fyrirmynd og búinn að vera flottur en við þurfum um þetta. Hvernig náum við mönnum í stöðuna.“

Landsliðsþjálfarinn segir að sérhæfing í íþróttum hefjist of snemma.

„Persónulega finnst mér, hérna heima, ef við tölum um íþróttir almennt, bæði hvað varðar íþróttagreinar eða stöður, að við erum of fljót að ákveða hverjir eiga að vera í hvaða stöðu og í hvaða íþrótt,“ sagði Geir.

Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Frá Árósum til Álaborgar

Ómar Ingi Magnússon er líklega á leið til Danmerkurmeistaranna sem Aron Kristjánsson þjálfar.

Guðjón Valur orðinn leikjahæsti útispilarinn

Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, lék landsleik númer 340 þegar Ísland tapaði fyrir Svíþjóð, 24-27, í vináttulandsleik í dag.

Aron: Draumar rætast

Barcelona kynnti Aron Pálmarsson formlega til leiks á blaðamannafundi í dag.

„Biðin hefur verið erfið á köflum“

Bjarki Már Elísson skoraði fimm mörk þegar Ísland lagði Svíþjóð að velli, 31-29, í vináttulandsleik í Laugardalshöllinni í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×