Handbolti

Gunnar Berg ósáttur með Hákon Daða: Hann klúðraði þessu stigi fyrir Hauka

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson tryggði FH sigur á Haukum, 30-29, í Hafnarfjarðarslagnum í gær.



Óðinn sveif inn úr horninu og vippaði yfir Björgvin Pál Gústavsson í þann mund sem leiktíminn rann út.

Gunnar Berg Viktorsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, var ekki sáttur með Haukamanninn Hákon Daða Styrmisson í sigurmarki FH og vildi meina að hann hefði átt að taka frákastið eftir að skot Einars Rafns Eiðssonar hafnaði í stönginni.

„Ætlar hann að taka hraðaupphlaup þegar tvær sekúndur eru eftir? Hann klúðrar þessu stigi fyrir Haukana. Ég myndi sturlast inni í klefa ef ég væri að spila með honum. Það var tvisvar búið segja honum að taka frákastið,“ sagði Gunnar Berg.

„Þegar það er að koma skot, tekurðu frákastið! Þetta er ólýsanlega steikt. Ég er brjálaður,“ bætti Gunnar Berg.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×