Handbolti

Fram vann í Eyjum

Dagur Lárusson skrifar
Ragnheiður skoraði sjö mörk í dag.
Ragnheiður skoraði sjö mörk í dag. vísir/eyþór
Framarar unnu góðan sigur á Eyjakonum í Olísdeild kvenna í dag en liðið hafði þó nokkra yfirburði í leiknum.

Fyrir leik var ÍBV í þriðja sæti deildarinnar með 15 stig á meðan Fram var einu sæti neðar með 14 stig.

Það voru gestirnir sem voru sterkari aðilinn í þessum leik og voru með forystuna allan fyrri hálfleikinn. Fram hafði fimm marka forystu að loknum fyrri hálfleik, 18-13 en Ragnheiður Júlíusdóttir fór mikinn í liði Fram.

ÍBV sótti í sig veðrið í síðari hálfleiknum og byrjaði vel. ÍBV tókst strax að minnka muninn í tvö mörk en eftir þann kafla tók Fram aftur við sér og sigldi hægt og rólega fram úr og vann að lokum sigur, 25-30.

Elísabet Gunnarsdóttir var markahæst hjá Fram með 8 mörk og þar rétt á eftir var Ragnheiður Júlíusdóttir með 7 á meðan Karólína Bæhrenz var markahæst fyrir ÍBV með 6 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×