Umfjöllun: Stjarnan - Grótta 37-23 | Öruggur Stjörnusigur

Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar
Emma reynir skot að marki Stjörnunnar í leiknum í dag
Emma reynir skot að marki Stjörnunnar í leiknum í dag vísir/eyþór


Stjarnan vann öruggan 14 marka sigur á Gróttu í dag, 37-23. Leikurinn var jafn fyrri hluta fyrri hálfleiks en staðan í hálfleik 19-13.

Leikurinn var jafn fyrstu mínúturnar en Stjarnan fór að síga framúr á seinni stundarfjórðungnum. Grótta náði að minnka forskot Stjörnunnar niður í tvö mörk 10-8 en nær komust þær ekki í leiknum. Stjarnan tók þá Lovísu Thompson úr umferð og gerði það gestunum erfitt fyrir. Stjarnan bætti í forystuna og fór inní hálfleikinn með 6 marka forystu, 19-13. 

Seinni hálfleikurinn var Gróttu stúlkum erfiður, Stjarnan hélt áfram að keyra á þær og gáfu ekkert eftir. Stjarnan tapaði síðustu tveimur leikjum sínum, hefur verið undir pressu og þurfti að ná í sigur í dag og það sást vel á leik liðsins hversu hungraðar þær voru. Seinni hálfleikurinn var heldur óspennandi, Halldór Harri, þálfari Stjörnunnar, gat leyft sér að hvíla lykilleikmenn og leikurinn algjölega í þeirra höndum, lauk leiknum svo með 14 marka sigri Stjörnunnar, 37-23. 

Af hverju vann Stjarnan 

Einfaldlega miklu betra lið, spiluðu betri handbolta og voru sterkari á öllum sviðum. 



Hverjar stóðu uppúr 

Þórhildur Gunnarsdóttir og Hanna Guðrún Stefánsdóttir áttu báðar mjög góðan leik í vörn og sókn, Þórhildur með 8 mörk og Hanna 7 þar af 3 af vítapunktinum. Þórey Anna Ásgeirsdóttir átti einnig mjög góðan leik gegn sínu gamla félagi og var hún markahæst í liði Stjörnunnar með 9 mörk. 



Lovísa Thompson var sem fyrr besti leikmaður Gróttu, hún skoraði 10 mörk og var flott í vörninni líka. 

Hvað gekk illa

Það gekk hreinlega allt illa hjá Gróttu, sóknarlega áttu þær erfitt og sérstaklega eftir að Stjarnan fór að taka Lovísu úr umferð en Lovísa heldur þeirra sóknarleik uppi. Vörnin var opin og var auðvelt að finna Þórhildi inná línunni sem og að opna hornin.



Hvað er næst

Framundan er jólafrí og næstu leikir ekki fyrr en um miðjan janúar, Stjarnan mætir ÍBV 14. janúar og Grótta tekur á móti Fjölni 16. janúar. 

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira