Handbolti

Svona litu þjálfarar KA og Selfoss út fyrir 20 árum síðan

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stefán og Patrekur.
Stefán og Patrekur. vísir/anton & eyþór
KA mætir Selfossi í kvöld í Coca Cola-bikarnum og þar mætast þjálfarar sem hafa þekkst síðan annar þeirra var aðeins ungur drengur.

Er Patrekur Jóhannesson var leikmaður stjörnuliðs KA fyrir rúmum 20 árum síðan var Árni Stefánsson, aðstoðarþjálfari KA-liðsins. Á flestum æfingum og leikjum KA var með í för sonur Árna, Stefán, sem er þjálfari KA-liðsins í dag.

Patrekur aftur á móti þjálfar hið skemmtilega lið Selfoss en Stefán þjálfaði það lið í fyrra en var látinn víkja fyrir Patreki.

Davíð Már Kristinsson birti skemmtilega mynd á Twitter í dag þar sem ungur Stefán situr á milli Patreks og Júlíans Duranona. Líklega eru þeir að snæða á Greifanum.

Nú 20 árum síðar mætast þeir á hliðarlínunni í KA-heimilinu en leikurinn hefst klukkan 19.00 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×