Handbolti

Sjáið skemmtilegt innslag Trans World Sport um Gísla Þorgeir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gísli Þorgeir Kristjánsson.
Gísli Þorgeir Kristjánsson. Vísir/Stefán
Gísli Þorgeir Kristjánsson er ekki í EM-hóp Íslands eins og margir vonuðust til en hann hefur aftur á móti gert samning við þýska stórliðið THW Kiel.

Íþróttaþátturinn Trans World Sport hafði það mikinn áhuga á þessum átján ára handboltamanni að menn þar á bæ heimsóttu Gísla á Íslandi.

Hér fyrir neðan má sjá þetta skemmtilega innslag Trans World Sport um Gísla Þorgeir





Í innslaginu er farið yfir sögu Gísla og þá eru viðtöl við hann sjálfan, föður hans Kristjáns Arason og þjálfara hans hjá FH sem er Halldór Jóhann Sigfússon.

Trans World Sport spyr hvort að Gísli Þorgeir geti fetað í fótspor föðurs síns Kristjáns Arasonar sem átti flottan atvinnumannaferil í Þýskalandi og er þriðji markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi.

Gísli fær meðal annars góð ráð frá föður sínum sem talar meðal annars um að það sé mikill munur á því að vera efnilegur leikmaður og góður leikmaður.  Strákurinn þurfi að vera duglegur, yfirvegaður og einbeittur ef hann ætlar að ná langt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×