Handbolti

Fram pakkaði Stjörnunni saman

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ragnheiður skoraði átta mörk í dag.
Ragnheiður skoraði átta mörk í dag. vísir/eyþór
Íslandsmeistarar Fram unnu tólf marka sigur á Stjörnunni í Olís deild kvenna í handbolta í dag.

Stjarnan byrjaði leikinn betur og voru með yfirhöndina fyrstu fimmtán mínútur leiksins, en komust þó aldrei meira en tveimur mörkum yfir.

Fram komst yfir í fyrsta skipti í leiknum á 14. mínútu í stöðunni 8-7. Þaðan var ekki aftur snúið og það sem eftir lifði af hálfleiknum skoraði Fram 12 mörk á móti sex frá Stjörnunni og staðan var 20-13 í leikhléi.

Eftir það sá Stjarnan aldrei til sólar, heimakonur í fram komust í tíu marka forystu snemma í seinni hálfleik og héldu muninum í kringum átta til tíu mörk út leikinn.

Lokatölur urðu 37-25 fyrir Fram. Fram jafnar með sigrinum Hauka að stigum í öðru sæti deildarinnar. Stjarnan er hins vegar í 5. sæti, ellefu stigum á eftir toppliði Vals.

Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 8, Elísabet Gunnarsdóttir 6, Þórey Rósa Stefánsdóttir 6, Steinunn Björnsdóttir 4, Lena Margrét Valdimarsdóttir 4, Marthe Sördal 4, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3, Hildur Þorgeirsdóttir 2.

Stjarnan: Ramune Pekarskyte 9, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 7, Þorgerður Anna Atladóttir 4, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 2, Stefanía Theodórsdóttir 2, Elena Birgisdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×