Geir: Ég vildi ráða markmannsþjálfara en HSÍ dró bara lappirnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. febrúar 2018 08:00 Guðmundur B. Ólafsson og Geir Sveinsson. Vísir/Ernir Geir Sveinsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, hefur í fyrsta sinn ákveðið að tjá sig opinberlega um viðskilnað sinn við HSÍ sem ákvað í gær að ráða Guðmund Guðmundsson sem þjálfara karlalandsliðsins. Í viðtali við íþróttadeild segist Geir undrandi á samskiptum sínum við formann Handknattleikssambands Íslands, Guðmund B. Ólafsson, vegna hugmynda Geirs um að ráða markmannsþjálfara. Geir segir að hann hafi verið í viðræðum við Mattias Andersson, fyrrum landsliðsmarkvörð Svía og markvarðar Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni. Hann hafi viljað fá hann í fasta stöðu hjá HSÍ til að sinna markvarðaþjálfun á Íslandi, ekki aðeins karlalandsliðinu heldur einnig kvennalandsliðinu og öllum yngri landsliðum. Um þetta hafi hann rætt við Axel Stefánsson, þjálfara kvennalandsliðs Íslands. Í samtali við íþróttadeild segist Geir ekki vilja tjá sig um ákvörðun HSÍ um að framlengja ekki samning hans við sambandið að svo stöddu. Hann sé enn að melta atburði þriðjudagsins. Hann vill heldur ekki svara öðrum spurningum sem snúa að málum gærdagsins. Arnar Sveinn Geirsson, sonur Geirs, sagði hins vegar á Twitter-síðu sinni að Geir hafi viljað ráða Mattias Andersson, fyrrum landsliðsmarkvörð Svíþjóðar, sem markvarðaþjálfara íslensku landsliðanna. Þetta staðfesti Geir í samtali við íþróttadeild.Maður skilur það síðan núna betur af hverju HSÍ vildi ekki semja við Mattias Andersson þegar pabbi kom með þá hugmynd og var búinn að ná samkomulagi við hann síðasta sumar. Ekki til peningar sagði HSÍ. — Arnar Sveinn (@arnarsveinn) February 6, 2018Enginn tók við boltanum „Allt frá því að ég hóf störf fyrir HSÍ árið 2016 gerði ég mér grein fyrir því að eitt af þeim málum sem þyrfti að vinna með væri markmannsþjálfun,“ segir Geir. Gísli Guðmundsson hafði áður sinnt þeim málum fyrir HSÍ en lét af störfum þetta sumar. Geir segir að hann hafi sífellt gert sér betur grein fyrir því hversu mikil þörf væri á því að sinna þjálfun markvarða á Íslandi betur. „Eftir HM í Frakklandi árið 2017 lagði ég gríðarlega áherslu á það við bæði HSÍ og landsliðsnefnd karla að þetta væri eitthvað sem þyrfti að gera. Ekki á morgun, heldur í dag. Ég þrýsti á þetta og það voru allir sammála um að aðgerða væri þörf. En í stuttu máli sagt þá gerðist afskaplega lítið. Eiginlega ekki neitt. Það var enginn sem tók við boltanum.“ Geir hafði fyrst samband við Mats Olsson, sem þjálfar markverði sænska karlalandsliðsins og norska kvennalandsliðsins. Það leiddi af sér að Geir hóf að ræða við Mattias Andersson, sem Olsson mælti eindregið með, í maí á síðasta ári en hann var og enn enn í dag að spila fyrir Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni. Leikmannaferli hans lýkur svo í vor. „Ég fékk leyfi stjórnar til að ræða við Mattias og eyddi miklum tíma í það. Það tók allt sumarið. Ég komst svo að samkomlagi við Mattias sem var tilbúinn að koma að vinna fyrir íslenska landsliðið. Hugmyndin var að hann yrði í 25 prósenta starfi frá 1. janúar 2018 og svo 75 prósenta starfi frá 1. ágúst 2018.“ Vandræðalega langur tímiGeir Sveinsson stýrði íslenska landsliðinu í tvö ár.Vísir/EPAÞað átti þó eftir að semja við Svíann um kaup og kjör og segir Geir að það hafi staðið á HSÍ að gera það, þá sérstaklega formanninum Guðmundi B. Ólafssyni. Að sögn Geirs var Andersson reiðubúinn að koma að annars konar samstarfi við HSÍ, svo sem að taka að sér stök verkefni, ef að það hefði reynst of dýrt að ráða hann í fasta stöðu. „Guðmundur [formaður] vildi fyrst að framkvæmdastjóri HSÍ myndi hringja í hann en ég sagði honum að það væri ekki nóg. Símtalið yrði að koma frá formanninum,“ segir Geir. Þó nokkur tími leið þar til að Guðmundur hringdi í Mattias Andersson. „Þetta var orðið hálf vandræðalegt hversu mikinn tíma þetta tók. En eftir að símtalinu lýkur hringir Mattias í mig og segir að það eina sem Guðmundur hafi sagt að hann þyrfti að tala aftur við mig.“ Geir beið að sögn í fimm daga eftir símtalinu frá Guðmundi, sem aldrei kom. Þá ákvað Geir að senda honum skilaboð. Guðmundur svaraði því að samtalið við Mattias hafi verið fínt en að við þyrftum nú að ákveða hvernig við vildum nýta krafta Mattiasar. „Ég skildi það ekki. Allir endar voru frágengnir nema að það átti eftir að ræða um launamál. Ég var búinn að segja HSÍ hvar launin myndu liggja, nokkur veginn. En HSÍ dró lappirnar í þessu máli og formaðurinnn sýndi því engan áhuga,“ sagði Geir. Viðræður drógust á langinnMattias Andersson hefur verið í hópi sterkustu markvarða heims síðustu ár.Vísir/EPAGeir segist engin svör hafa fengið eftir það og hann hafi fljótt eftir það skynjað að hann og HSÍ væru að missa Mattias Andersson, sem var á haustmánuðum ráðinn markmannsþjálfari austurríska landsliðsins. Mattias Andersson staðfesti í samtali við íþróttadeild að hann hafi átt í viðræðum við Geir og HSÍ um að taka að sér starf markvarðaþjálfara. Viðræður hafi hins vegar dregist á langinn. „Það kom aldrei til þess að ræða laun eða neitt slíkt. Að lokum fékk ég tilboð frá Austurríki sem ég ákvað að taka og greindi ég HSÍ frá því,“ sagði Andersson. Við ráðningu Guðmundar í gær var tilkynnt að Tomas Svensson, annar fyrrum landsliðsmarkvörður Svía, væri í þjálfarateymi Guðmundar sem markmannsþjálfari. „Í mínum huga er það ljóst að þetta var ákveðið fyrir löngu síðan og þess vegna var enginn áhugi á að semja við Mattias. Ég skil ekki að það sé hægt að ráða erlendan markmannsþjálfara í dag, en ekki fyrir nokkrum mánuðum,“ sagði Geir. Andersson of dýrGuðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ.Vísir/StefánÍþróttadeild hafði samband við Guðmund B. Ólafsson sem staðfestir að það hafi verið skoðað að beiðni Geirs að ganga til samninga við Mattias Andersson, en þess var einnig getið í fundargerð stjórnar HSÍ frá 4. október síðastliðnum. „Það reyndist of dýrt og þess vegna kom það ekki til greina,“ sagði Guðmundur en bæði Geir og Andersson staðhæfa að aldrei hafi komið til þess að ræða launatölur við HSÍ. „Tomas Svensson er ráðinn til að sinna stökum verkefnum og það kom aldrei til umræðu að hann myndi taka að sér önnur störf innan HSÍ,“ sagði Guðmundur. Formaðurinn tekur einnig fyrir að það hafi verið löngu ákveðið að ráða Guðmund og þess vegna hafi HSÍ ekki viljað ræða við Andersson. „Það er rangt,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Formaður HSÍ segist ekki hafa rætt við Guðmund fyrir EM Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var hæstánægður með að hafa landað Guðmundi Þórði Guðmundssyni sem nýjum landsliðsþjálfara í dag. 6. febrúar 2018 17:15 Guðmundur: Þið þekkið mig | Sjáðu blaðamannafund HSÍ Guðmundur Guðmundsson sló á létta strengi á löngum blaðamannafundi HSÍ í gær. 7. febrúar 2018 09:30 Sonur Geirs: „HSÍ hafði ekki samband fyrr en seint í gærkvöldi" Arnar Sveinn Geirsson, sonur Geirs Sveinssonar fyrrverandi landsliðsþjálfara í handbolta, segir á Twitter-síðu sinni að HSÍ hafi ekki reynt að hafa samband við Geir fyrr en seint í gærkvöldi varðandi það hvort að starfskrafta yrði óskað áfram. 6. febrúar 2018 20:05 Formaður HSÍ náði ekki í Geir Segir að ekki hafi verið um uppsögn að ræða enda hafi samningur Geirs Sveinssonar verið útrunninn. 6. febrúar 2018 16:46 Guðmundur ráðinn til þriggja ára Tekur við íslenska landsliðinu í þriðja sinn á ferlinum. 6. febrúar 2018 16:31 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Sjá meira
Geir Sveinsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, hefur í fyrsta sinn ákveðið að tjá sig opinberlega um viðskilnað sinn við HSÍ sem ákvað í gær að ráða Guðmund Guðmundsson sem þjálfara karlalandsliðsins. Í viðtali við íþróttadeild segist Geir undrandi á samskiptum sínum við formann Handknattleikssambands Íslands, Guðmund B. Ólafsson, vegna hugmynda Geirs um að ráða markmannsþjálfara. Geir segir að hann hafi verið í viðræðum við Mattias Andersson, fyrrum landsliðsmarkvörð Svía og markvarðar Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni. Hann hafi viljað fá hann í fasta stöðu hjá HSÍ til að sinna markvarðaþjálfun á Íslandi, ekki aðeins karlalandsliðinu heldur einnig kvennalandsliðinu og öllum yngri landsliðum. Um þetta hafi hann rætt við Axel Stefánsson, þjálfara kvennalandsliðs Íslands. Í samtali við íþróttadeild segist Geir ekki vilja tjá sig um ákvörðun HSÍ um að framlengja ekki samning hans við sambandið að svo stöddu. Hann sé enn að melta atburði þriðjudagsins. Hann vill heldur ekki svara öðrum spurningum sem snúa að málum gærdagsins. Arnar Sveinn Geirsson, sonur Geirs, sagði hins vegar á Twitter-síðu sinni að Geir hafi viljað ráða Mattias Andersson, fyrrum landsliðsmarkvörð Svíþjóðar, sem markvarðaþjálfara íslensku landsliðanna. Þetta staðfesti Geir í samtali við íþróttadeild.Maður skilur það síðan núna betur af hverju HSÍ vildi ekki semja við Mattias Andersson þegar pabbi kom með þá hugmynd og var búinn að ná samkomulagi við hann síðasta sumar. Ekki til peningar sagði HSÍ. — Arnar Sveinn (@arnarsveinn) February 6, 2018Enginn tók við boltanum „Allt frá því að ég hóf störf fyrir HSÍ árið 2016 gerði ég mér grein fyrir því að eitt af þeim málum sem þyrfti að vinna með væri markmannsþjálfun,“ segir Geir. Gísli Guðmundsson hafði áður sinnt þeim málum fyrir HSÍ en lét af störfum þetta sumar. Geir segir að hann hafi sífellt gert sér betur grein fyrir því hversu mikil þörf væri á því að sinna þjálfun markvarða á Íslandi betur. „Eftir HM í Frakklandi árið 2017 lagði ég gríðarlega áherslu á það við bæði HSÍ og landsliðsnefnd karla að þetta væri eitthvað sem þyrfti að gera. Ekki á morgun, heldur í dag. Ég þrýsti á þetta og það voru allir sammála um að aðgerða væri þörf. En í stuttu máli sagt þá gerðist afskaplega lítið. Eiginlega ekki neitt. Það var enginn sem tók við boltanum.“ Geir hafði fyrst samband við Mats Olsson, sem þjálfar markverði sænska karlalandsliðsins og norska kvennalandsliðsins. Það leiddi af sér að Geir hóf að ræða við Mattias Andersson, sem Olsson mælti eindregið með, í maí á síðasta ári en hann var og enn enn í dag að spila fyrir Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni. Leikmannaferli hans lýkur svo í vor. „Ég fékk leyfi stjórnar til að ræða við Mattias og eyddi miklum tíma í það. Það tók allt sumarið. Ég komst svo að samkomlagi við Mattias sem var tilbúinn að koma að vinna fyrir íslenska landsliðið. Hugmyndin var að hann yrði í 25 prósenta starfi frá 1. janúar 2018 og svo 75 prósenta starfi frá 1. ágúst 2018.“ Vandræðalega langur tímiGeir Sveinsson stýrði íslenska landsliðinu í tvö ár.Vísir/EPAÞað átti þó eftir að semja við Svíann um kaup og kjör og segir Geir að það hafi staðið á HSÍ að gera það, þá sérstaklega formanninum Guðmundi B. Ólafssyni. Að sögn Geirs var Andersson reiðubúinn að koma að annars konar samstarfi við HSÍ, svo sem að taka að sér stök verkefni, ef að það hefði reynst of dýrt að ráða hann í fasta stöðu. „Guðmundur [formaður] vildi fyrst að framkvæmdastjóri HSÍ myndi hringja í hann en ég sagði honum að það væri ekki nóg. Símtalið yrði að koma frá formanninum,“ segir Geir. Þó nokkur tími leið þar til að Guðmundur hringdi í Mattias Andersson. „Þetta var orðið hálf vandræðalegt hversu mikinn tíma þetta tók. En eftir að símtalinu lýkur hringir Mattias í mig og segir að það eina sem Guðmundur hafi sagt að hann þyrfti að tala aftur við mig.“ Geir beið að sögn í fimm daga eftir símtalinu frá Guðmundi, sem aldrei kom. Þá ákvað Geir að senda honum skilaboð. Guðmundur svaraði því að samtalið við Mattias hafi verið fínt en að við þyrftum nú að ákveða hvernig við vildum nýta krafta Mattiasar. „Ég skildi það ekki. Allir endar voru frágengnir nema að það átti eftir að ræða um launamál. Ég var búinn að segja HSÍ hvar launin myndu liggja, nokkur veginn. En HSÍ dró lappirnar í þessu máli og formaðurinnn sýndi því engan áhuga,“ sagði Geir. Viðræður drógust á langinnMattias Andersson hefur verið í hópi sterkustu markvarða heims síðustu ár.Vísir/EPAGeir segist engin svör hafa fengið eftir það og hann hafi fljótt eftir það skynjað að hann og HSÍ væru að missa Mattias Andersson, sem var á haustmánuðum ráðinn markmannsþjálfari austurríska landsliðsins. Mattias Andersson staðfesti í samtali við íþróttadeild að hann hafi átt í viðræðum við Geir og HSÍ um að taka að sér starf markvarðaþjálfara. Viðræður hafi hins vegar dregist á langinn. „Það kom aldrei til þess að ræða laun eða neitt slíkt. Að lokum fékk ég tilboð frá Austurríki sem ég ákvað að taka og greindi ég HSÍ frá því,“ sagði Andersson. Við ráðningu Guðmundar í gær var tilkynnt að Tomas Svensson, annar fyrrum landsliðsmarkvörður Svía, væri í þjálfarateymi Guðmundar sem markmannsþjálfari. „Í mínum huga er það ljóst að þetta var ákveðið fyrir löngu síðan og þess vegna var enginn áhugi á að semja við Mattias. Ég skil ekki að það sé hægt að ráða erlendan markmannsþjálfara í dag, en ekki fyrir nokkrum mánuðum,“ sagði Geir. Andersson of dýrGuðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ.Vísir/StefánÍþróttadeild hafði samband við Guðmund B. Ólafsson sem staðfestir að það hafi verið skoðað að beiðni Geirs að ganga til samninga við Mattias Andersson, en þess var einnig getið í fundargerð stjórnar HSÍ frá 4. október síðastliðnum. „Það reyndist of dýrt og þess vegna kom það ekki til greina,“ sagði Guðmundur en bæði Geir og Andersson staðhæfa að aldrei hafi komið til þess að ræða launatölur við HSÍ. „Tomas Svensson er ráðinn til að sinna stökum verkefnum og það kom aldrei til umræðu að hann myndi taka að sér önnur störf innan HSÍ,“ sagði Guðmundur. Formaðurinn tekur einnig fyrir að það hafi verið löngu ákveðið að ráða Guðmund og þess vegna hafi HSÍ ekki viljað ræða við Andersson. „Það er rangt,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Formaður HSÍ segist ekki hafa rætt við Guðmund fyrir EM Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var hæstánægður með að hafa landað Guðmundi Þórði Guðmundssyni sem nýjum landsliðsþjálfara í dag. 6. febrúar 2018 17:15 Guðmundur: Þið þekkið mig | Sjáðu blaðamannafund HSÍ Guðmundur Guðmundsson sló á létta strengi á löngum blaðamannafundi HSÍ í gær. 7. febrúar 2018 09:30 Sonur Geirs: „HSÍ hafði ekki samband fyrr en seint í gærkvöldi" Arnar Sveinn Geirsson, sonur Geirs Sveinssonar fyrrverandi landsliðsþjálfara í handbolta, segir á Twitter-síðu sinni að HSÍ hafi ekki reynt að hafa samband við Geir fyrr en seint í gærkvöldi varðandi það hvort að starfskrafta yrði óskað áfram. 6. febrúar 2018 20:05 Formaður HSÍ náði ekki í Geir Segir að ekki hafi verið um uppsögn að ræða enda hafi samningur Geirs Sveinssonar verið útrunninn. 6. febrúar 2018 16:46 Guðmundur ráðinn til þriggja ára Tekur við íslenska landsliðinu í þriðja sinn á ferlinum. 6. febrúar 2018 16:31 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Sjá meira
Formaður HSÍ segist ekki hafa rætt við Guðmund fyrir EM Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var hæstánægður með að hafa landað Guðmundi Þórði Guðmundssyni sem nýjum landsliðsþjálfara í dag. 6. febrúar 2018 17:15
Guðmundur: Þið þekkið mig | Sjáðu blaðamannafund HSÍ Guðmundur Guðmundsson sló á létta strengi á löngum blaðamannafundi HSÍ í gær. 7. febrúar 2018 09:30
Sonur Geirs: „HSÍ hafði ekki samband fyrr en seint í gærkvöldi" Arnar Sveinn Geirsson, sonur Geirs Sveinssonar fyrrverandi landsliðsþjálfara í handbolta, segir á Twitter-síðu sinni að HSÍ hafi ekki reynt að hafa samband við Geir fyrr en seint í gærkvöldi varðandi það hvort að starfskrafta yrði óskað áfram. 6. febrúar 2018 20:05
Formaður HSÍ náði ekki í Geir Segir að ekki hafi verið um uppsögn að ræða enda hafi samningur Geirs Sveinssonar verið útrunninn. 6. febrúar 2018 16:46
Guðmundur ráðinn til þriggja ára Tekur við íslenska landsliðinu í þriðja sinn á ferlinum. 6. febrúar 2018 16:31
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti