Innlent

Óvissa með flug vegna hvassviðris á Keflavíkurflugvelli

Birgir Olgeirsson skrifar
Ekki hægt að notast við tæki og tól vegna öflugra vindhviða.
Ekki hægt að notast við tæki og tól vegna öflugra vindhviða. Vísir/Eyþór
Allar landgöngubrýr á Keflavíkur voru teknar úr notkun um ellefu í dag vegna hvassviðris. Mun þetta hafa áhrif á allar áætlunarferðir til og frá Keflavíkurflugvelli í dag og farþegar því beðnir um að fylgjast vel með.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir óljóst hvernig dagurinn mun fara, ansi mikill vindur er á Keflavíkurflugvelli.

„Við vonumst til að þetta muni ganga eftir áætlun en það er rétt fyrir fólk að hafa athyglisgáfuna í lagi og fylgjast með,“ segir Guðjón.

Aðstæðurnar á Keflavíkurflugvelli gera það að verkum að erfitt er að beita tækjum og tólum við að ferma og afferma vélarnar.

Ef vindhraði fer yfir 25 metra á sekúndu á Keflavíkurflugvelli er ekki hægt að notast við landganga. Klukkan 11 í dag hafði mældist mesta hviða á vellinum 27 metrar á sekúndu. Er því fólk sem fyrr segir hvatt til að fylgjast vel með veðurspá og upplýsingum um komur og brottfarir frá Keflavíkurflugvelli í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×