Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Frá því starfsemi Fly Play hf. var stöðvuð í síðustu viku hafa skuldabréfaeigendur unnið sleitulaust að því að reyna að takmarka tjón sitt. Þeir eru meðal stærstu hluthafa þrotabús félagsins en óljóst hvort þeir muni á endanum fá nokkuð upp í kröfur sínar. Viðskipti innlent 6.10.2025 17:48
Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Daginn eftir gjaldþrot Play átti flugfélagið að standa skil greiðslu vegna losunarheimilda fyrir rúman milljarð króna. Sérfræðingur hjá Umhverfis- og orkustofnun segir að Ísland njóti sérstöðu hvað varðar greiðslu losunarheimilda. Viðskipti innlent 6.10.2025 16:18
Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Boeing-fyrirtækið er byrjað að þróa nýja gerð mjóþotu með einum miðjugangi í farþegarými til að leysa af 737 max-þotuna í framtíðinni. Markmiðið er að ná til baka markaðshlutdeild sem Boeing hefur verið að tapa til Airbus í þessari stærð flugvéla. Þetta fullyrti bandaríska blaðið Wall Street Journal í liðinni viku og hafði þetta eftir ónafngreindum heimildarmönnum sem sagðir eru þekkja til málsins. Viðskipti erlent 6.10.2025 11:22
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Skoðun 5.10.2025 12:01
Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Flogið er á ný í München eftir að flugvellinum var lokað tvisvar sinnum á einum sólarhring vegna tilkynninga um drónaflug yfir vellinum. Ekki er búið að staðfesta hvaðan drónarnir komu. Lokunin kemur í kjölfar fjölda tilkynninga um drónaflug yfir flugvelli í Evrópu. Erlent 4. október 2025 10:37
Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Umfangsmikil flugslysaæfing verður haldin á Reykjavíkurflugvelli í dag. Helstu viðbragðsaðilar koma að æfingunni en gera má ráð fyrir að þátttakendurnir verði yfir þrjú hundruð. Innlent 4. október 2025 09:33
Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Innanstokksmunir úr höfuðstöðvum Play hafa þegar verið auglýstir til sölu, aðeins fjórum dögum eftir að tilkynnt var um að rekstri félagsins væri hætt. Uppgefið verð fyrir allt það sem hefur verið auglýst til sölu er 13,5 milljónir króna. Enn á þó eftir að verðleggja stóran sófa. Viðskipti innlent 3. október 2025 15:59
Stólarnir fastir í München Leikur Vals og Tindastóls í Bónus-deild karla hefur frestast fram á mánudag. Leikmenn Tindastóls komust ekki heim frá München í Þýskalandi í gær vegna drónaumferðar á flugvellinum. Körfubolti 3. október 2025 13:30
Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Eva Brink hefur verið ráðin forstöðumaður rekstrarstýringar hjá Icelandair og Guðrún Olsen hefur verið ráðin forstöðumaður stefnu og umbreytinga. Viðskipti innlent 3. október 2025 12:59
Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Innviðaráðherra hefur breytt reglum um afskráningu loftfara þannig að framvegis þarf umráðamaður loftfara að leggja fram staðfestingu á að flugvallagjöld hafi verið greidd. Viðskipti innlent 3. október 2025 12:28
Sjálfsát Sjálfstæðismanna Svo virðist sem stærsta hættan sem stafar að Sjálfstæðisflokknum í borginni sé – einu sinni sem oftar – flokkurinn sjálfur og þeir flokkadrættir sem tíðkast hafa þar um áratugaskeið. Innherji 3. október 2025 11:15
Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Sautján flugferðir voru felldar niður og fimmtán vélum vísað annað eftir að loka þurfti flugvellinum í München í gærkvöldi, þegar drónar sáust við völlinn. Erlent 3. október 2025 06:42
Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Eina Play-flugvélin sem er eftir á Íslandi er í eigu kínversks félags en óljóst er hvort, og þá hvenær, eigendurnir geti sótt vélina til Íslands þar sem Play skuldar Isavia lendingargjöld. Innlent 2. október 2025 22:27
Rauk upp úr flugvél Jet2 Flugmenn á vegum flugfélagsins Jet2 komu auga á reyk rísa upp úr flugvél sinni eftir að þeir lentu á Keflavíkurflugvelli eftir flug frá Birmingham í dag. Slökkvilið var sent á vettvang en betur fór en á hofðist. Innlent 2. október 2025 21:40
„Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Lögfræðingur segir tilfærslu á starfsemi félags frá einu til annars vera skilgreint sem kennitöluflakk samkvæmt gjaldþrotalögum. Forstjóri Play sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem hann hafnar sögusögnum um fyrirfram ákveðna fléttu. Viðskipti innlent 2. október 2025 19:04
Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Fyrrverandi forstjóri Play segir eðilegt að sögusagnir og getgátur fari á flug þegar stórt og þekkt félag fellur. Fólk telji að að baki maltneska dótturfélagi Play sé mikil og úthugsuð flétta. Málið sé þó allt mun einfaldara og því miður dapurlegra en kenningarnar bera með sér. Viðskipti innlent 2. október 2025 17:08
Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Nýráðinn framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, Arnar Már Magnússon, var í lykilhlutverki í ákvörðun flugfélagsins Play að reka eingöngu þotur frá Airbus í A320-línunni. Arnar var í hópi stofnenda Play, gegndi stöðu forstjóra í fyrstu en var einnig flugrekstrarstjóri. Innlent 2. október 2025 15:33
„Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Framkvæmdastjóri Birtu Lífeyrissjóðs telur enga ástæðu til að ætla að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað í tengslum við flutning flugfélagsins Play til Möltu. Þá hafi fjárfestingu sjóðsins í flugfélaginu verið stýrt þar sem vitað var að hún væri áhættusöm. Viðskipti innlent 2. október 2025 12:09
208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Alls bárust Vinnumálastofunun fimm tilkynningar um hópuppsagnir í september, þar sem 208 starfsmönnum var sagt upp störfum. Viðskipti innlent 2. október 2025 11:31
Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Staða framkvæmdastjóra rekstrar hjá Icelandair hefur verið lögð niður og tvö svið sem heyrðu undir hann heyra nú beint undir forstjóra. Samhliða því taka Leifur Guðmundsson og Arnar Már Magnússon sæti í framkvæmdastjórn. Arnar Már var einn af stofnendum Play og gengdi bæði stöðu forstjóra og framkvæmdastjóra rekstrar þar á bæ. Viðskipti innlent 2. október 2025 11:28
Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Flugöryggissérfræðingur sem vann hjá bæði WOW og Play segir að fyrrnefnda félagið hafi hugsað betur um starfsfólk sitt en hið síðarnefnda. Það hafi einkum orðið ljóst eftir breytingar á stjórn Play í fyrra. Hún sakar stjórnendur Play um að reyna að skilja skuldirnar eftir á Íslandi og hefja rekstur upp á nýtt á Möltu. Viðskipti innlent 1. október 2025 23:43
Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Furðulegar tilfæringar mátti sjá á Akureyrarflugvelli í dag þegar gat var sagað á flugskýli til að troða þar inn framhluta flugvélar. Innlent 1. október 2025 21:40
Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Ríflega áttatíu starfsmenn Play Europe á Möltu bíða eftir að starfsemin þar hefjist að nýju. Kröfuhafar eru í kappi við tímann við að endurnýja samninga við flugvélaleigusala um rekstur allt að sex véla fyrir félagið. Fyrrum starfsmaður félagsins á Möltu segist hafa gengið of langt þegar hann lýsti yfir að búið væri að tryggja fjármögnun félagsins þar. Innlent 1. október 2025 19:01
„Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Arnar Þór Stefánsson og Unnur Lilja Hermannsdóttir, sem skipuð voru skiptastjórar þrotabús Play í gær segja að skipti búsins séu á algjörum byrjunarreit. Tveimur kröfum hafi þegar verið lýst í búið en eftir eigi að auglýsa eftir kröfum. Kröfulýsingarfrestur verði að öllum líkindum fjórir mánuðir. Þau gera ráð fyrir því að skiptin verði yfir hausamótunum á þeim næstu misseri og benda á að skiptum á þrotabúi Wow air er ekki enn lokið, rúmum sex árum eftir gjaldþrot. Viðskipti innlent 1. október 2025 12:40
Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Skuldabréfaeigendur í Play keppast nú við að bjarga dótturfélagi flugfélagsins á Möltu með því að ná samningum á ný við flugvélaleigusala svo starfsemin geti haldið þar áfram. Í upptöku af starfsmannafundi dótturfélagsins á Möltu sem fréttastofu hefur undir höndum kemur fram að leigusalarnir hafi kippt að sér höndum við fall Play á Íslandi og staðan sé flókin. Viðskipti innlent 1. október 2025 12:11