Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Isavia ætlar að tryggja aðgengi allra leigubílstjóra að skúr sem ætlaður er sem kaffistofa þeirra sem nota leigubílastæðið við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Skúrinn er nú sagður notaður sem bænahús og lokaður öðrum en þeim sem hann nota sem slíkt. Innlent 25.4.2025 14:12
Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Sautján börnum og fjölskyldum þeirra, samtals um 70 manns, var í gær, á fyrsta degi sumars, afhentur ferðastyrkur úr sjóði Vildarbarna Icelandair. Afhendingin fór fram í Icelandair húsinu í Hafnarfirði. Lífið 25.4.2025 10:08
Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Melgerðismelar í Eyjafirði skipa merkan sess í flugsögu Íslands. Þar var fyrsti flugvöllur Akureyrar og sá mikilvægasti utan Suðvesturlands þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar á upphafsárunum. Innlent 24.4.2025 23:46
Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent 23.4.2025 19:43
Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sá starfsandi sem Íslendingar fluttu með sér til Lúxemborgar á upphafsárum Cargolux er sagður lykillinn að velgengni flugfélagsins. „Cargolux hefði aldrei orðið til ef það hefði ekki verið þetta íslenska hugarfar,“ segir Björn Sverrisson, fyrrverandi flugvélstjóri. Innlent 19. apríl 2025 07:27
Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sú afdrifaríka ákvörðun stjórnar Flugleiða að láta frá sér þriðjungshlut í Cargolux situr enn í Íslendingum í Lúxemborg þremur áratugum síðar. Einar Ólafsson, fyrsti forstjóri Cargolux, segir þáverandi forstjóra Flugleiða hafa verið andvígan Cargolux. Innlent 17. apríl 2025 09:19
„Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Flugmaður hjá flugfélaginu Mýflug gagnrýnir harðlega flókið og íþyngjandi umhverfi minni flugfélaga og segir það gera eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna. Gagnrýnin kemur í kjölfarið á umfjöllun Kveiks um flugrekstrarleyfi. Innlent 16. apríl 2025 23:50
Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Icelandair er annað félagið til að fljúga til Nashville, Tennesse frá Evrópu, fyrsta flugið var fyrir helgi og móttökur heimamanna voru með ólíkindum. Lífið 16. apríl 2025 14:00
Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Mikil örtröð var á Keflavíkurflugvelli í morgun og fólk beið í allt að fjörutíu mínútur í röð eftir að komast í gegnum öryggisleit. Ekki er óvanalegt að raðir myndist á háannatíma líkt og um páska en Isavia biðlar til þeirra sem ætla að leggja land undir fót um páskana að mæta snemma á völlinn. Innlent 16. apríl 2025 11:55
Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Örtröð ríkir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem ein stærsta ferðahelgi ársins er að ganga í garð. Röðin í öryggisleitina náði langt inn í brottfararsalinn á jarðhæð flugstöðvarinnar um klukkan 09:30 í morgun. Isavia biðlar til fólks að mæta snemma á völlinn. Innlent 16. apríl 2025 10:29
Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. Neytendur 16. apríl 2025 07:53
Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Íslendinganýlendan í Lúxemborg missti dýrmæt tengsl við heimalandið þegar beinu flugi var hætt á milli landanna. Mjög hefur dregið úr starfsemi Íslendingafélagsins í landinu og virðist íslenska samfélagið þar smámsaman vera að renna inn í það lúxemborgíska. Innlent 15. apríl 2025 22:22
Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Bandarísk flugmálayfirvöld kyrrsettu þyrlur fyrirtækisins sem átti þyrluna sem fórst með sex manns um borð í New York í síðustu viku. Þau telja að fyrirtækið hafi rekið rekstrarstjóra sinn fyrir að hafa samþykkt að stöðva ferðir á meðan banaslysið er rannsakað. Erlent 15. apríl 2025 14:03
Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskiptavinir Play sem áttu bókuð flug til valdra áfangastaða í Króatíu, Þýskalandi og Madeiru í sumar hafa fengið tilkynningu um að fluginu hafi verið aflýst. Leiðkerfi félagsins í sumar verður breytt vegna breytinga á flugvélakosti. Viðskipti innlent 14. apríl 2025 18:44
Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað flugfélagið Icelandair af kröfum Margrétar Friðriksdóttur, ritstjóra vefsins Frettin.is. Margrét krafði Icelandair um rúmar 24 milljónir króna, auk vaxta, vegna þess að henni var vísað úr vél flugfélagsins áður en hún tók á loft til Þýskalands í september árið 2022. Innlent 14. apríl 2025 13:51
Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Íslenskir feðgar fóru í útsýnisflug með þyrlunni sem hrapaði í Hudson-ánna á fimmtudag. Skömmu eftir að þeir flugu yfir borgina hrapaði þyrlan til jarðar og létust allir sex um borð. Erlent 14. apríl 2025 09:44
Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Á eyðilegri hraunbreiðu þar sem íslenskur vindur leikur lausum hala yfir eldfjallaleifar og sandstrók, reis um miðja 20. öld bandarísk herstöð – útsýnislaus og kaldranaleg að utan. En innan vírgirðinganna á Miðnesheiði tók við annar heimur. Þar var tilveran mótuð af reglu og agaðri hernaðarstjórn – en undir yfirborðinu kraumaði líf sem íslenskir ráðamenn vissu um, en völdu að horfa fram hjá. Skoðun 13. apríl 2025 19:00
Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Ungir íslenskir flugmenn sem misstu vinnuna hjá Loftleiðum upp úr 1970 færðu sig flestir yfir til hins nýstofnaða félags Cargolux. Þar biðu þeirra meiri ævintýri en þeir höfðu áður kynnst en einnig miklar áskoranir. Innlent 13. apríl 2025 07:47
Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Evrópskum ferðamönnum hefur snarfækkað í Bandaríkjunum frá því Donald Trump tók við embætti forseta. Fækkunin er hvað mest þegar kemur að ferðamönnum frá Íslandi en ástæðan er að miklum hluta rakin til umdeildra aðgerða og ummæla Trumps, sem sagðar eru ógna arðbærum flugleiðum. Viðskipti erlent 12. apríl 2025 11:12
Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Ráðamenn Airbus hafa ítrekað þá stefnumörkun sína að koma eitthundrað sæta flugvél knúinni mengunarlausu eldsneyti í arðbært farþegaflug á næsta áratug. Þetta kom fram á árlegum fundi forystumanna Airbus á dögunum. Erlent 12. apríl 2025 08:50
Bílastæðin fullbókuð um páskana Farþegar sem ætla að leggja bíl sínum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli um og fram yfir páskana er bent á að flest bílastæði við flugvöllinn eru nú fullbókuð yfir hátíðarnar, enda eru páskarnir ein stærsta ferðhelgi Íslendinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Innlent 11. apríl 2025 15:45
Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Spænsk fjölskylda sem lést í þyrluslysi í New York í gærkvöldi lét taka myndir af sér við þyrluna áður en þau fóru í loftið. Myndirnar var hægt að kaupa á 25 dali á vefsíðu þyrlufyrirtæksins í fjóra klukkutíma eftir slysið. Erlent 11. apríl 2025 08:52
Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Sex eru látnir eftir að þyrla brotlenti í Hudson-á í New York. Þrír fullorðnir og þrjú börn voru um borð. Eric Adams, borgarstjóri New York-borgar, segir að um hafi verið að ræða spænska ferðamenn. Fimm manna fjölskylda og flugmaður þyrlunnar séu öll látin. Erlent 10. apríl 2025 21:00
Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Icelandair hóf í dag að rukka fyrir aðra óáfenga drykki en vatn, kaffi og te á almennu farrými á Evrópuleiðum. Það er sagt liður í auka skilvirkni í rekstri félagsins. Viðskipti innlent 10. apríl 2025 16:06
Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Upphaf Cargolux má rekja til þess að Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, fól einum framkvæmdastjóra sinna, Jóhannesi Einarssyni, að selja eða leigja verðlitlar Rolls Royce-vélarnar, eða Monsana. Innlent 10. apríl 2025 14:22