Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendastofa hefur skammað og bannað flugfélaginu Play að birta auglýsingar sem eru líklegar til að blekkja neytendur um raunverulegan afslátt af flugi. Flugfélagið segir umræddar auglýsingar hafa verið gerðar í góðri trú. Neytendur 17.7.2025 11:08
Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendastofa hefur sektað Isavia um hálfa milljón króna vegna brota á lögum um upplýsingagjöf og viðskiptahættir vegna gjaldskyldra svæða á Keflavíkurflugvelli voru ekki í samræmi við lög. Neytendur 17.7.2025 10:47
Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, eru í útsýnisflugi um Ísland með þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar. Innlent 17.7.2025 10:29
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Skoðun 14.7.2025 09:00
Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Flug lítillar rafmagnsflugvélar í gær frá Sønderborg á sunnanverðu Jótlandi til Kaupmannahafnar þykir marka þáttaskil í dönsku flugsögunni. Fullyrt er að þetta teljist fyrsta græna innanlandsflugið í Danmörku á flugvél sem eingöngu er rafknúin. Erlent 10. júlí 2025 23:33
Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Á Facebook síðu Flugvarpsins skrifar Jóhannes Bjarni Guðmundsson um Menntasjóð Námsmanna og ECTS einingarnar sem eru „kerfisleg hindrun“ fyrir þá sem stefna á flugið sem starfsréttindi. Skoðun 10. júlí 2025 16:03
Flugvél snúið við vegna bilunar Farþegaþotu frá United Airlines var snúið við skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli vegna bilunar, sennilega í vökvakerfi. Flugvélin fór í loftið á tólfta tímanum í morgun en lenti svo aftur rétt upp úr klukkan eitt. Innlent 9. júlí 2025 14:25
Engin U-beygja hjá Play Tilkynning Play um að hætt hafi verið við yfirtöku á félaginu felur ekki í sér neina U-beygju, haldið verður í áður kynntar breytingar á leiðakerfi félagsins en það ekki tekið af markaði líkt og stóð til. Þetta segir forstjóri fyrirtækisins sem fór fyrir áformum um yfirtökuna. Viðskipti innlent 9. júlí 2025 12:02
Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Samgönguöryggismálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa breytt reglum sínum þannig að farþegar á flugvöllum landsins munu nú ekki þurfa að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu nema í undantekningartilvikum. Erlent 9. júlí 2025 10:47
Hætta við yfirtökuna BBL 212 ehf. hefur fallið frá áformum um yfirtökutilboð á öllu hlutafé flugfélagsins Fly Play hf. Félagið hefur tryggt sér áskriftarloforð fyrir 2,4 milljörðum króna í formi útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára. Viðskipti innlent 8. júlí 2025 18:17
Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga vill að við gerð svæðisskipulags Suðurnesja fyrir tímabilið 2024 til 2040 verði tekið jákvætt í tillögu starfshóps innviðaráðuneytis um að svæði í Hvassahrauni verði tekið frá undir framtíðarflugvallarstæði. Þetta var samþykkt á fundi bæjarráðs síðastliðinn miðvikudag. Innlent 8. júlí 2025 11:22
Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Flugvél Play, sem var í leiguflugi fyrir pólska ferðaskrifstofu, var snúið við til lendingar skömmu eftir flugtak frá Katowice í Póllandi eftir að hafa lent í hagléli sem olli töluverðum skemmdum. Innlent 8. júlí 2025 10:29
Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sylvía Kristín Ólafsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Nova, Hún tekur við af Margréti Tryggvadóttir, sem hefur gegnt starfinu í sjö ár, og mun hefja störf hjá Nova með haustinu. Viðskipti innlent 7. júlí 2025 20:58
Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Í júní 2025 flutti Icelandair 552 þúsund farþega, sem er sjö prósent aukning miðað við júní á síðasta ári. Aukningin var mikil á markaði til Íslands, þar sem farþegum fjölgaði um tuttugu prósent og markaði frá Íslandi, þar sem fjölgunin nam nítján prósent. Viðskipti innlent 7. júlí 2025 15:56
Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Vladímír Pútín Rússlandsforseti rak samgönguráðherrann sinn í morgun. Engin skýring var gefin á brottrekstrinum en miklar raskanir urðu á flugsamgöngum í Rússlandi um helgina vegna drónaárása Úkraínumanna. Erlent 7. júlí 2025 09:21
Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Danska ríkisstjórnin hefur óskað eftir því við fjárlaganefnd danska þingsins að veitt verði aukafjárveiting úr varasjóði danska ríkisins til flugvallagerðar á Grænlandi. Málið er sagt mjög brýnt en því var haldið leyndu þar til fyrir fáum dögum. Erlent 5. júlí 2025 23:10
Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Erlendur netþrjótahópur hefur nýlega gert flugfélög að skotmörkum sínum. Hópurinn hefur náð að valda miklum skaða og segir forstöðumaður ráðgjafarsviðs Syndis mikilvægt fyrir íslensk fyrirtæki að vera meðvituð um aðferðirnar sem notaðar eru. Innlent 5. júlí 2025 22:32
Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sérsveit ríkislögreglustjóra fjarlægði sprengju af bílastæði við Keflavíkurflugvöll í gærmorgun. Um lítinn flugeld var að ræða, sem búið var að eiga við. Innlent 5. júlí 2025 19:53
Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist Félag íslenskra atvinnuflugmanna segir Landhelgisgæsluna þrýsta á flugmenn sína að standa vaktir þó þeir séu búnir með hámarksvakttíma, séu í veikindum eða orlofi. Slíkt gangi gegn öllum reglum varðandi flugöryggi og réttindi flugmanna. Viðræður um nýjan kjarasamning flugmanna gæslunnar hafa staðið yfir í fimm ár. Innlent 3. júlí 2025 14:08
Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Fjölda flugferða hefur verið aflýst vegna verkfallsaðgerða í Frakklandi en áhrifin eru sögð munu teygja sig víðar um Evrópu. Ryanair hefur aflýst 170 flugferðum, sem munu hafa áhrif á um 30 þúsund farþega, að sögn félagsins. Erlent 3. júlí 2025 10:33
Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Breikkun Reykjanesbrautar um Straumsvík og Hvassahraun er á undan áætlun og stefnir í að búið verði að tvöfalda hana alla fyrir veturinn. Vegfarendur fá smjörþefinn á næstu dögum þegar umferð verður í fyrsta sinn hleypt á nýja akreinar. Innlent 2. júlí 2025 22:33
SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Skandinavíska flugfélagið SAS hyggst ráðast í gríðarstóra fjárfestingu sem felst meðal annars í kaupum á 55 flugvélum frá brasilíska framleiðandanum Embraer. Viðskipti erlent 1. júlí 2025 17:27
Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Neytendasamtökunum hafa borist kvartanir vegna aflýstra flugferða til og frá landinu. Formaður samtakanna brýnir fyrir fólki að nýta rétt sinn þegar svo ber undir. Dæmi séu til um að flugfélög veigri sér við því að upplýsa um fullan rétt neytenda. Neytendur 28. júní 2025 20:38
Vægar viðreynslur en engir pervertar Björk Eiðsdóttir, fyrrverandi ritstjóri og upplýsingafulltrúi, ákvað að segja skilið við fjölmiðlana eftir tuttugu ár og snúa sér aftur til fyrri starfa sem flugfreyja hjá Icelandair. Hún segir gott að geta slökkt á símanum og þurfa ekki að vera alltaf tengd umheiminum. Lífið 27. júní 2025 14:39
Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Birta lífeyrissjóður stendur frammi fyrir að tapa tæpum einum og hálfum milljarði á fjárfestingu sinni í Play gengi hann ekki að því að gerast hluthafi í flugfélaginu með þeim Einari Erni Ólafssonar forstjóra og Elíasi Skúla Skúlasyni varaformanni stjórnar. Viðskipti innlent 25. júní 2025 14:00