Handbolti

Draumur að rætast hjá 16 ára nýliða: „Heiður að fá að æfa með þessum mönnum“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Haukur Þrastarson fær ekki bílprófið fyrr en í næstu viku.
Haukur Þrastarson fær ekki bílprófið fyrr en í næstu viku. vísir/rakel ósk
Haukur Þrastarson, 16 ára gamall leikmaður Selfoss í Olís-deild karla í handbolta, spilar sinn fyrsta A-landsleik í dag þegar að Ísland mætir Noregi í Gulldeildinni í Björgvin.

Haukur er búinn að vera hreint magnaður í vetur og var valinn í úrvalslið deildarinnar en hann var ein nig útnefndur besti ungi leikmaður Olís-deildarinnar.Hann hóf æfingar með A-landsliðinu um páskana og kveðst eðlilega mjög spenntur fyrir komandi verkefni.

„Þetta er bara búið að vera mjög gaman. Það er heiður að fá að æfa með þessum mönnum,“ segir Haukur, en telur hann sig nógu sterkan í þetta verkefni?

„Já, ég tel mig vera það. Auðvitað vantar mig smá upp á en það kemur. Vonandi fær ég eitthvað að spila. Það kemur bara í ljós. Ég veit það ekki en ég er ekkert smeykur,“ segir Haukur.

Selfyssingurinn ungi er að upplifa draum allra handboltamanna þó hann rætist fyrr hjá honum en flestum öðrum.„Þetta er búið að vera draumurinn síðan a ð ég byrjaði. Það er draumur allra að fá að spila með A-landsliðinu. Það er heiður,“ segir Haukur Þrastarson.

Allt viðtalið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×