Aron: Hrikalega ánægðir að fá Gumma sem er einn besti þjálfari heims Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. apríl 2018 13:00 Aron Pálmarsson á æfingu í Víkinni í vikunni. vísir/rakel ósk Aron Pálmarsson, besti leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, hefur átt erfitt tímabil hjá félagsliði sínu Barcelona sem stafar helst af því að hann fékk ekki að byrja þar fyrr en seint um síðir vegna deilna við fyrrverandi félag sitt, Veszprém. Aron hefur svo glímt við smávægileg meiðsli eftir komuna til Katalóníu og aldrei komist almennilega í takt við hlutina. „Alltaf þegar að maður hefur verið að komast í sitt besta form hef ég tognað á nára til dæmis. Það hafa alltaf komið einhver bakslög. Ég skal viðurkenna það, að þetta tímabil hefði getað verið betra. Nú þarf ég bara að reyna að klára þetta með stæl,“ segir Aron.Miklar kröfur Börsungar eru úr leik í Meistaradeildinni eftir tap á móti Montpellier í 16 liða úrslitum en Börsungar eru vanir því að komast að minnsta kosti í undanúrslit. Þar er stefnt að því að vinna allt sem í boði er. „Það eru gríðarlega miklar kröfur gerðar. Við duttum úr Meistaradeildinni í 16 liða úrslitum en erum búnir að vinna deildina. Það eru sex leikir eftir í deildinni og tveir mánuðir eftir þannig það er ekki mikil gulrót í gangi,“ segir Aron. „Það var mikið áfall að detta út en það eina sem hægt er að gera úr þessu er að stíga upp og klára deildina með sóma. Svo er bara að koma tvíefldir á næsta ári.“Bestur í heimi Aron vann til bronsverðlauna á EM 2010 með íslenska landsliðinu undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar og skyttan magnaða fagnar því að fá Guðmund aftur. „Ég hef spilað fyrir hann og svo á móti honum. Það er frábært að fá hann aftur inn. Hann hefur sýnt það í gegnum árin að hann er einn besti þjálfari í heimi,“ segir Aron. „Ég hef alltaf fílað pælingar Guðmundar. Mér hefur liðið vel hjá þeim og hann hefur náð árangri. Við erum hrikalega ánægðir með þetta og það hefur sést á æfingum,“ segir Aron Pálmarsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Ragnar er 27 ára nýliði í landsliðinu: „Tækifæri til að gera meira úr ferlinum“ Selfyssingurinn Ragnar Jóhannsson fær sitt fyrsta tækifæri með íslenska landsliðinu í handbolta í Gulldeildinni um helgina. 4. apríl 2018 14:30 Aron segir handboltagreind og kraft einkenna nýliðana í landsliðinu Aron Pálmarsson og Stefán Rafn Sigurmannsson eru báðir mjög spenntir fyrir ungviðinu sem fær nú tækifæri með íslenska landsliðinu. 4. apríl 2018 13:30 Svensson um Svíagrýluna: „Þetta er svolítið fyndið“ Markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins var einn af hötuðustu mönnum landsins um árabil. 4. apríl 2018 12:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
Aron Pálmarsson, besti leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, hefur átt erfitt tímabil hjá félagsliði sínu Barcelona sem stafar helst af því að hann fékk ekki að byrja þar fyrr en seint um síðir vegna deilna við fyrrverandi félag sitt, Veszprém. Aron hefur svo glímt við smávægileg meiðsli eftir komuna til Katalóníu og aldrei komist almennilega í takt við hlutina. „Alltaf þegar að maður hefur verið að komast í sitt besta form hef ég tognað á nára til dæmis. Það hafa alltaf komið einhver bakslög. Ég skal viðurkenna það, að þetta tímabil hefði getað verið betra. Nú þarf ég bara að reyna að klára þetta með stæl,“ segir Aron.Miklar kröfur Börsungar eru úr leik í Meistaradeildinni eftir tap á móti Montpellier í 16 liða úrslitum en Börsungar eru vanir því að komast að minnsta kosti í undanúrslit. Þar er stefnt að því að vinna allt sem í boði er. „Það eru gríðarlega miklar kröfur gerðar. Við duttum úr Meistaradeildinni í 16 liða úrslitum en erum búnir að vinna deildina. Það eru sex leikir eftir í deildinni og tveir mánuðir eftir þannig það er ekki mikil gulrót í gangi,“ segir Aron. „Það var mikið áfall að detta út en það eina sem hægt er að gera úr þessu er að stíga upp og klára deildina með sóma. Svo er bara að koma tvíefldir á næsta ári.“Bestur í heimi Aron vann til bronsverðlauna á EM 2010 með íslenska landsliðinu undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar og skyttan magnaða fagnar því að fá Guðmund aftur. „Ég hef spilað fyrir hann og svo á móti honum. Það er frábært að fá hann aftur inn. Hann hefur sýnt það í gegnum árin að hann er einn besti þjálfari í heimi,“ segir Aron. „Ég hef alltaf fílað pælingar Guðmundar. Mér hefur liðið vel hjá þeim og hann hefur náð árangri. Við erum hrikalega ánægðir með þetta og það hefur sést á æfingum,“ segir Aron Pálmarsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Ragnar er 27 ára nýliði í landsliðinu: „Tækifæri til að gera meira úr ferlinum“ Selfyssingurinn Ragnar Jóhannsson fær sitt fyrsta tækifæri með íslenska landsliðinu í handbolta í Gulldeildinni um helgina. 4. apríl 2018 14:30 Aron segir handboltagreind og kraft einkenna nýliðana í landsliðinu Aron Pálmarsson og Stefán Rafn Sigurmannsson eru báðir mjög spenntir fyrir ungviðinu sem fær nú tækifæri með íslenska landsliðinu. 4. apríl 2018 13:30 Svensson um Svíagrýluna: „Þetta er svolítið fyndið“ Markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins var einn af hötuðustu mönnum landsins um árabil. 4. apríl 2018 12:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
Ragnar er 27 ára nýliði í landsliðinu: „Tækifæri til að gera meira úr ferlinum“ Selfyssingurinn Ragnar Jóhannsson fær sitt fyrsta tækifæri með íslenska landsliðinu í handbolta í Gulldeildinni um helgina. 4. apríl 2018 14:30
Aron segir handboltagreind og kraft einkenna nýliðana í landsliðinu Aron Pálmarsson og Stefán Rafn Sigurmannsson eru báðir mjög spenntir fyrir ungviðinu sem fær nú tækifæri með íslenska landsliðinu. 4. apríl 2018 13:30
Svensson um Svíagrýluna: „Þetta er svolítið fyndið“ Markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins var einn af hötuðustu mönnum landsins um árabil. 4. apríl 2018 12:00
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti