Handbolti

Seinni bylgjan: Koma Haukar á óvart gegn deildarmeisturunum?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Seinni bylgjan
Seinni bylgjan vísir
Úrslitakeppnin í Olís-deild kvenna í handbolta hófst í gærkvöldi þegar að Íslandsmeistarar Fram lögðu ÍBV í fimmta sinn á tímabilinu, 32-27.

Seinna einvígið í undanúrslitunum hefst í kvöld þegar að deildarmeistarar Vals taka á móti Haukum að Hlíðarenda en Valskonur unnu tvo leiki gegn Haukunum í deildinni í vetur og einu sinni gerðu liðin jafntefli.

Farið var yfir einvígið í sérstökum upphitunarþætti Seinni bylgjunnar á mánudagskvöldið þar sem Sebastian Alexandersson og Þorgerður Anna Atladóttir, leikmaður Stjörnunnar, fóru yfir kosti og galla liðanna.

Valskonur eru líklegri, sérstaklega eftir að hafa unnið síðasta leik liðanna með sex marka mun, en annars má búast við spennandi einvígi.

Allir leikirnir sem eftir eru í Olís-deild kvenna verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsending frá leiknum í kvöld hefst klukkan 19.20 á Sport 4.

Alla umræðuna um einvígi Vals og Hauka má sjá í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 32-27 | Sigur hjá Fram í fyrsta leik

Fram vann 32-27 sigur á ÍBV í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna en leikurinn fór fram í Safamýrinni í kvöld. Fram leiddi með fjórum mörkum í hálfleik og og eru komnar með yfirhöndina í einvíginu en þrjá sigra þarf til að komast í úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×