Handbolti

Anna Úrsula: Ekki alltaf sem betra liðið vinnur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Anna Úrsula Guðmundsdóttir.
Anna Úrsula Guðmundsdóttir.
Anna Úrsula Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, býst við mjög erfiðum leikjum gegn Fram í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna.

„Þetta verður mjög erfitt. Þetta verður stál í stál og ofboðslega skemmtilegt fyrir okkur og áhorfendur,“ segir Anna Úrsula en Valsliðið hefur komið skemmtilega á óvart í vetur með frábærri frammistöðu.

„Ég er kannski ekki best í að dæma það enda bara búin að vera hérna í tvo eða þrjá mánuði. Liðið hefur staðið sig mjög vel í vetur og helst vegna liðsheildar. Ef við náum að standa í Fram þá verður það vegna liðsheildar.“

Anna Úrsula er þrautreynd og hefur staðið í þessum sporum áður. Hvað ræður úrslitum í svona einvígjum?

„Það er endalaus trú og grimmd. Það er ekkert annað. Oft snýst þetta ekki um handboltahæfileika og það er ekkert alltaf betra liðið sem vinnur. Liðið sem vill þetta meira vinnur,“ segir reynsluboltinn ákveðinn.

„Það er andlega hliðin og vera tilbúin að fórna sér í allt. Andlega hliðin er oft mikilvægari en handboltinn.“

Anna Úrsula eignaðist bara fyrr í vetur en ákvað svo að snúa aftur út á völlinn og taka slaginn með Valskonum. „Standið gæti alltaf verið betra en verður betra með hverri æfingu og hverjum leik. Þetta er alltaf gaman.

Leikurinn hefst klukkan 19.30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Seinni bylgjan byrjar að hita upp fyrir leikinn klukkan 19.10.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×