Handbolti

Besti markvörður Olís-deildarinnar í Stjörnuna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðrún Ósk hefur yfirgefið Fram og spilar með Stjörnunni á næstu leiktíð.
Guðrún Ósk hefur yfirgefið Fram og spilar með Stjörnunni á næstu leiktíð. vísir/ernir
Guðrún Ósk Maríasdóttir er gengin í raðir Stjörnunnar í Olís-deild kvenna en hún varð Íslandsmeistari með Fram á nýafstöðnu tímabili.

Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi sem Stjarnan hélt á Mathúsi Garðabæjar í dag en Guðrún varð Íslandsmeistari með Fram í síðustu viku er liðið vann Val 3-1 í úrslitarimmunni.

Hún hefur undanfarin ár leikið með Fram við góðan orðstír og verið besti markvörður deildarinnar en hefur nú ákveðið að skipta yfir í Stjörnuna.

Guðrún var valin besti markvörður deildarinnar í ár af Seinni bylgjunni en hún átti frábært tímabil. Hún hefur spilað 34 landsleiki en gaf ekki kost á sér í síðasta verkefni.

Sebastian Alexandersson og Rakel Dögg Bragadóttir eru nýtekin við Stjörnunni en Stjarnan var mikil vonbrigði á síðasta tímabili. Liðið komst ekki í úrslitakeppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×