Handbolti

Gísli Þorgeir flýgur til Reykjavíkur í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gísli Þorgeir Kristjánsson.
Gísli Þorgeir Kristjánsson. Vísir/Andri Marinó
Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður FH, er á leið til Reykjavíkur með flugi í kvöld en aðrir leikmenn liðsins urðu eftir í Vestmannaeyjum þar sem þeir gista í nótt.

Gísli meiddist illa í leiknum í kvöld, bæði á höfði og öxl, eftir samstuð við Andra Heimi Friðriksson, leikmann ÍBV. Hann spilaði ekki meira en hann var greinilega vankaður eftir atvikið.

Gísli reyndi að hita upp í hálfleik en átti erfitt með það vegna meiðslanna. Það var þá búið að gera að meiðslum hans á höfði, en allt kom fyrir ekki.

ÍBV vann leikinn í kvöld og er með 2-1 forystu í einvígi liðanna. Eyjamenn geta tryggt sér titilinn með sigri í fjórða leik rimmunnar í Kaplakrika á laugardag klukkan 16.30. Óvíst er hvort að Gísli Þorgeir spili í þeim leik en leiða má líkur að því að hann sé á leið undir læknishendur síðar í kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×