Handbolti

Ungar skyttur á leið í Breiðholtið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ásmundur í leik með Gróttu síðasta vetur
Ásmundur í leik með Gróttu síðasta vetur vísir
Skytturnar Pétur Árni Hauksson og Ásmundur Atlason eru á leið í Breiðholtið og hafa náð samkomulagi við ÍR um að spila með liðinu á næsta tímabili í Olís deild karla. Morgunblaðið greinir frá þessu í morgun.

Báðir koma drengirnir frá Gróttu og hafa verið viðloðandi yngri landslið Íslands. Pétur Árni tók þátt í 19 leikjum með Gróttu í vetur og skoraði 56 mörk, en hann var að koma til baka eftir krossbandsslit.

Ásmundur spilaði 17 leiki og skoraði 22 mörk fyrir Gróttu á síðasta tímabili.

ÍR heldur áfram að styrkja lið sitt en markvörðurinn Stephen Nielsen og línumaðurinn Sveinn Jóhannsson eru nú þegar komnir í Breiðholtið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×