Handbolti

Leonharð Þorgeir yfirgefur Hauka og fer aftur á Nesið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leonharð Þorgeir Harðarson boðinn velkominn aftur í Gróttu.
Leonharð Þorgeir Harðarson boðinn velkominn aftur í Gróttu. Mynd/Grótta
Leonharð Þorgeir Harðarson ætlar að spila með Gróttu í Olís deild karla í handbolta næsta vetur en hann var með Haukum á nýloknu tímabili.

Leonharð er örvhentur leikmaður sem getur bæði leikið sem skytta og hornamaður. Hann kemur úr Haukum þar sem hann hefur leikið allan sinn feril fyrir utan eitt ár þar sem hann var í Gróttu.

Leonharð var hluti af gífurlega sterku unglingalandsliði drengja fædda fyrir 1996 sem náði frábærum árangri á bæði HM og EM í gegnum árin.

Leonharð spilaði með Gróttu tímabilið 2016 til 2017 þegar liðið lenti í áttunda sæti og tapaði svo í átta liða úrslitum á móti FH. Leonharð spilaði 27 leiki í deildinni það tímabil og skoraði 81 mark.

Leonharð Þorgeir skoraði 34 mörk í 25 leikjum með Haukum í vetur og nýtt 61,8 prósent skota sinna samkvæmt HB Statz. Hann gaf einnig 21 stoðsendingu og fiskaði 7 víti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×