Handbolti

Valur fékk pakkadíl frá ÍBV: „Flottir peyjar, rétthentur og örvhentur. Gerist það betra?“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Valur tryggði sér í dag góðan liðsstyrk úr liði Íslandsmeistara ÍBV en þeir Róbert Aron Hostert og Agnar Smári Jónsson skrifuðu undir samning við Hlíðarendafélagið á blaðamannafundi í dag.

Róbert og Agnar hafa leikið saman síðustu ár, bæði hjá ÍBV og danska liðinu Mors-Thy.

„Þetta er pakkadíll sem þú færð með okkur. Flottir peyjar saman, rétthentur og örvhentur, gerist það eitthvað betra?“ sagði Agnar Smári eftir undirritunina.

Róbert er uppalinn Framari og er því að ganga til liðs við óvininn. „Maður verður kallaður Figo næstu daga, en svona er bara sportið. Maður þarf að velja,“ sagði Róbert.

„Þeir eru með frábæran hóp og frábært teymi í kringum sig og virkilega ánægjulegt að vera kominn hingað.“

Viðtal Kjartans Atla Kjartanssonar við drengina og umfjöllun hans úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í sjónvarpsglugganum hér í fréttinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×