Rafbílar valda deilum í fjöleignahúsum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. júní 2018 13:25 Aukin rafbílavæðing hefur valdið illdeilum og ósætti meðal íbúa í fjöleignahúsum. Í óefni stefnir ef lögum um fjöleignarhús verður ekki breytt hið fyrsta að sögn formanns Húseigendafélagsins. Í mörgum eldri fjöleignahúsum er erfitt að koma fyrir heimtengingu fyrir hleðslu rafbíla. Að sögn Sigurðar Helga Guðjónssonar, formanns Húseigendafélagsins er þetta farið að valda verulegum vandræðum og jafnvel illdeilum meðal íbúa í fjölbýli. „Það veldur alls konar vandræðum, menn eru með leiðslur út um glugga og þetta veldur illdeilum og tortryggni. Einhver heldur að einhver sé að stela rafmagni frá sameigninni eða öðrum og þetta er að verða sífellt meiri vandræði því sem rafbílum fjölgar og þarna er flöskuháls varðandi rafbílavæðinguna,” segir Sigurður Helgi Guðjónsson í samtali við fréttastofu. Þetta skjóti skökku við þar sem stjórnvöld hafi almennt hvatt til aukinnar rafbílavæðingar. Samkvæmt núgildandi lögum er óheimilt að veita sérréttindi til bílastæða í fjöleignahúsum. „Það eru allir jafnir og allir þurfa að samþykkja úthlutun á bílastæðum og það þarf að breyta lögunum til þess að bjóða rafbíla velkomna í fjöleignarhús,” segir Sigurður. Þá segir Sigurður þetta vera farið að hafa áhrif á ákvarðanatöku margra kaupenda sem leggja það til grundvallar að tenging og hleðsla fyrir rafbíla sé fyrir hendi við kaup fasteignar. Þá hafi þetta einnig áhrif á hvort fólk kaupir sér rafbíla eða annars konar bíla. „Þetta hefur valdið deilum og óróa í fjöleignarhúsum og ástandið á eftir að verða mjög slæmt og illviðráðanlegt ef lagabreyting nær ekki inn hið fyrsta,” segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins. Samgöngur Tengdar fréttir Íslendingar forpanta rafbíl í stórum stíl Nissan Leaf hefur verið vinsælasti og mest seldi rafbíll heims síðan hann kom fyrst á markað og hefur nýrrar kynslóðar verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 24. janúar 2018 06:00 Hringvegurinn allur orðinn fær rafbílum Með nýrri hleðslustöð á Mývatni eru ekki meira en 100 kílómetrar á milli hleðslustöðva á hringveginum. Flestir rafbílar geta ekið hringveginn án teljandi vandræða. Umhverfisráðherra segir þetta mikilvægt skref í átt að orkuskiptum 26. mars 2018 08:00 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Aukin rafbílavæðing hefur valdið illdeilum og ósætti meðal íbúa í fjöleignahúsum. Í óefni stefnir ef lögum um fjöleignarhús verður ekki breytt hið fyrsta að sögn formanns Húseigendafélagsins. Í mörgum eldri fjöleignahúsum er erfitt að koma fyrir heimtengingu fyrir hleðslu rafbíla. Að sögn Sigurðar Helga Guðjónssonar, formanns Húseigendafélagsins er þetta farið að valda verulegum vandræðum og jafnvel illdeilum meðal íbúa í fjölbýli. „Það veldur alls konar vandræðum, menn eru með leiðslur út um glugga og þetta veldur illdeilum og tortryggni. Einhver heldur að einhver sé að stela rafmagni frá sameigninni eða öðrum og þetta er að verða sífellt meiri vandræði því sem rafbílum fjölgar og þarna er flöskuháls varðandi rafbílavæðinguna,” segir Sigurður Helgi Guðjónsson í samtali við fréttastofu. Þetta skjóti skökku við þar sem stjórnvöld hafi almennt hvatt til aukinnar rafbílavæðingar. Samkvæmt núgildandi lögum er óheimilt að veita sérréttindi til bílastæða í fjöleignahúsum. „Það eru allir jafnir og allir þurfa að samþykkja úthlutun á bílastæðum og það þarf að breyta lögunum til þess að bjóða rafbíla velkomna í fjöleignarhús,” segir Sigurður. Þá segir Sigurður þetta vera farið að hafa áhrif á ákvarðanatöku margra kaupenda sem leggja það til grundvallar að tenging og hleðsla fyrir rafbíla sé fyrir hendi við kaup fasteignar. Þá hafi þetta einnig áhrif á hvort fólk kaupir sér rafbíla eða annars konar bíla. „Þetta hefur valdið deilum og óróa í fjöleignarhúsum og ástandið á eftir að verða mjög slæmt og illviðráðanlegt ef lagabreyting nær ekki inn hið fyrsta,” segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins.
Samgöngur Tengdar fréttir Íslendingar forpanta rafbíl í stórum stíl Nissan Leaf hefur verið vinsælasti og mest seldi rafbíll heims síðan hann kom fyrst á markað og hefur nýrrar kynslóðar verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 24. janúar 2018 06:00 Hringvegurinn allur orðinn fær rafbílum Með nýrri hleðslustöð á Mývatni eru ekki meira en 100 kílómetrar á milli hleðslustöðva á hringveginum. Flestir rafbílar geta ekið hringveginn án teljandi vandræða. Umhverfisráðherra segir þetta mikilvægt skref í átt að orkuskiptum 26. mars 2018 08:00 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Íslendingar forpanta rafbíl í stórum stíl Nissan Leaf hefur verið vinsælasti og mest seldi rafbíll heims síðan hann kom fyrst á markað og hefur nýrrar kynslóðar verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 24. janúar 2018 06:00
Hringvegurinn allur orðinn fær rafbílum Með nýrri hleðslustöð á Mývatni eru ekki meira en 100 kílómetrar á milli hleðslustöðva á hringveginum. Flestir rafbílar geta ekið hringveginn án teljandi vandræða. Umhverfisráðherra segir þetta mikilvægt skref í átt að orkuskiptum 26. mars 2018 08:00