Handbolti

Torsóttur sigur Eyjastúlkna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ester átti góðan leik í kvöld.
Ester átti góðan leik í kvöld. vísir/bára
ÍBV þurfti að hafa mikið fyrir því að leggja botnlið Selfoss að velli í Eyjum í kvöld en ÍBV vann að endingu, 25-21.

Gestirnir voru sterkari aðilinn framan af leik og voru meðal annars 8-5 yfir eftir átján mínútna leik. Selfoss svo með fjórum mörkum í hálfleik, 13-9.

Hægt og rólega náði ÍBV að koma sér inn í leikinn og voru búnar að snúa leiknum sér í hag er tíu mínútur voru búnar af síðari hálfleik.

Eftir það var ekki aftur snúið og Eyjastúlkur unnu að lokum fjögurra marka sigur á heimavelli í slagnum um Suðurlandið.

Perla Rut Alberstdóttir var markahæst hjá Selfoss með sex mörk en næst kom Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir með fjögur.

Hjá ÍBV var Ester Óskarsdóttir markahæst með sjö mörk en næstar komu þær Greta Kavaliuskaite og Arna Sif Pálsdóttir með fjögur.

ÍBV er í öðru sæti deildarinnar með níu stig en Selfoss er á botninum með eitt stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×