Handbolti

Auðvelt hjá Haukum og Val gegn nýliðunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lovísa og Karen Helga í leik Vals og Hauka fyrr í vetur.
Lovísa og Karen Helga í leik Vals og Hauka fyrr í vetur. vísir/bára
Haukar og Valur lentu ekki í miklum vandræðum með andstæðinga sína í Olís-deildinni í kvöld. Haukar höfðu betur gegn nýliðum HK á heimavelli 24-17 og Valur rúllaði yfir hina nýliðana KA/Þór, 31-16.

Haukarnir voru sterkari frá upphafi en Haukarnir slógu HK út úr bikarnum á laugardaginn. Þær voru 11-9 yfir í hálfleik en stigu á bensíngjöfina í síðari hálfleik og unnu að lokum, 24-17.

Haukar eru því komnir upp að hlið Fram í þriðja til fjórða sæti deildarinnar með tíu stig. HK er í sjötta sæti deildarinnar með sex stig.

Turið Arge Samuelsen var markahæst hjá Haukum með sjö mörk og Ramune Pekarskyte skoraði fimm. Í liði gestanna var það Elva Arinbjarnar sem var markahæst með fjögur mörk.

Í Origo-höllinni var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda en gestirnir af norðan hlupu á vegg. Valur var átta mörkum yfir í hálfleik, 15-7, og munurinn varð svo að endingu fimmtán mörk, 31-16.

Valur er áfram á toppi deildarinnar. Liðið er með þrettán stig og er með tveggja stiga forskot á ÍBV en KA/Þór er í fimmta sætinu með átta stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×