Handbolti

Kjóstu um bestu leikmenn og tilþrif október

Íþróttadeild skrifar
Bestu leikmenn október
Bestu leikmenn október S2 Sport
Seinni bylgjan á Stöð 2 Sport stendur fyrir kosningu á bestu leikmönnum og tilþrifum Olísdeildanna í handbolta. Kosningin fer fram hér á Vísi.

Sigurvegararnir fá vegleg verðlaun og því til mikils að vinna. Kosningin stendur yfir til föstudags en úrslitin verða kunngjörð í Seinni bylgjunni mánudaginn 12. nóvember klukkan 21:30.

Í Olísdeild karla eru tilnefndir Egill Magnússon hjá Stjörnunni, Selfyssingurinn Haukur Þrastarson og liðsfélagarnir Heimir Óli Heimisson og Atli Már Báruson í Haukum.

Egill er markahæstur í deildinni til þessa þegar horft er á meðaltal í leik með 8,4 mörk að meðaltali í fimm leikjum. Haukur er lykilmaður í toppliði Selfoss sem er eina liðið sem ekki hefur tapað leik á tímabilinu.

Haukar eru í öðru sæti deildarinnar og töpuðu ekki leik í októbermánuði. Atli Már hefur verið frábær fyrir hauka, hann er næsthæstur í einkunnagjöf HB Statz miðað við heildareinkunn en með bestu sóknareinkunnina upp á 8,38 eftir sjö leiki.

Heimir Óli er þar ekki langt á eftir en hann á sæti á 10 vegg Seinni bylgjunnar með eina 10 í sóknareinkunn.

Bestu leikmenn októberS2 Sport
Í Olísdeild kvenna eru tilnefndar Íris Björk Símonardóttir hjá Val, Framarinn Steinunn Björnsdóttir, Martha Hermannsdóttir í KA/Þór og Eyjakonan Arna Sif Pálsdóttir.

Nýliðar KA/Þór hafa byrjað þetta tímabil frábærlega og fer Martha þar fremst í flokki. Hún er næstmarkahæst í deildinni með 47 mörk og hefur tvisvar fengið 10 í sóknareinkunn.

Íris Björk er eini markmaðurinn sem hefur náð 10 í einkunn hjá HB Statz og hún er með 41,9 prósenta markvörslu í sjö leikjum. Steinunn er efst á einkunnalista HB Statz með 7,95 í heildareinkunn á tímabilinu til þessa.

Arna Sif er markahæst í liði ÍBV með 44 mörk í sjö leikjum og hefur farið fyrir Eyjaliðinu sem er í toppbaráttunni í deildinni.

Tilþrif október



Fleiri fréttir

Sjá meira


×