Handbolti

Seinni bylgjan: Logi sakaði Jóhann Gunnar um svindla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Geirsson og Jóhann Gunnar Einarsson karpa í beinni.
Logi Geirsson og Jóhann Gunnar Einarsson karpa í beinni. Skjámynd/S2 Sport
Jóhann Gunnar Einarsson og Logi Geirsson voru sérfræðingar Tómasar Þórs Þórðarsonar í þætti Seinni bylgjunnar um elleftu umferð Olís deildar karla í handbolta.

Það eru oft allskonar kyndingar í gangi í þáttunum og er það hluti af því að búa til hið skemmtilega andrúmsloft sem myndast í beinni útsendingu í Seinni bylgju stúdíóinu. Þetta breyttist heldur ekkert í nýjast þættinum.

Logi Geirsson var þá með fimm þúsund seðil á milli handanna í þættinum og virtist ætla að bjóða Jóhanni Gunnari hann.

„Já endilega,“ sagði Jóhann Gunnar en Logi var fljótur að kippa honum að sér. „Djók,“ sagði Logi.

„Hann ætlaði að taka hann, sástu það?,“ sagði Logi en Tómas Þór kom Jóhanni Gunnari til bjargar. „Hann er kennari,“ sagði Tómas en Jóhann leiðrétti hann snögglega: „Ég er aðstoðarskólastjóri,“ sagði Jóhann Gunnar alvarlegur.

„Ég hélt að þú ætlaðir að sýna hversu mikill „big shot“ þú væri og ég ætlaði bara að leika með,“ sagði Jóhann Gunnar.

Logi var ekki hættur og nú fór hann að saka Jóhann Gunnar um að svindla. „Hann er að horfa á punktana mína á blaðinu allan tímann. Ég vil bara ekki að hann sé að horfa á blöðin mín og stela punktunum mínum,“ sagði Logi. Þeir héldu svo áfram að karpa.

Það má sjá öll þessi skrýtnu samskipti félaganna í myndbandinu hér fyrir neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: Logi sakaði Jóhann Gunnar um svindla







Fleiri fréttir

Sjá meira


×