Innlent

Bíl Fiskikóngsins stolið fyrir utan heimili hans

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Fiskikóngurinn biður þá sem kunna að hafa séð bílinn um að hafa samband við sig.
Fiskikóngurinn biður þá sem kunna að hafa séð bílinn um að hafa samband við sig. visir/stefán
Kristján Berg Ásgeirsson, sem er af mörgum betur þekktur sem Fiskikóngurinn, tilkynnti á Facebook síðu sinni í dag að bifreið hans hafi verið stolið fyrir utan heimili hans að Stórakri í Garðabæ.

Kristján segir líklegast að farið hafi verið inn á heimili hans og bíllyklunum stolið þaðan. Þá segist hann sakna bílsins, sem er hvítur Range Rover með skráningarnúmerið NL-Y35, sáran og biður hvern þann sem kann að hafa upplýsingar um hvar bifreiðin er niður komin að hafa samband við sig í síma 896-0602.

Hann sagði lögregluna ekki hafa getað sent til hans bíl þar sem engin ummerki um innbrot eru á heimili hans og því hafi hann þurft að fara niður á lögreglustöð og tilkynna þjófnaðinn þar og furðar Kristján sig raunar á þeim vinnubrögðum lögreglunnar.

„Hvurslags þjóðfélag er þetta eiginlega [?] Ég ætla að taka strætó núna, ætli það verði ekki búið að loka lögreglustöðinni og ég þurfi að bíða til mánudags.“

Uppfært klukkan 0:30

Bíll Kristjáns er kominn í leitirnar.

„Sá sem gerði þetta lifir í öðrum heimi en við viljum sjá, því miður og vonandi fær viðkomandi hjálp,“ segir Kristján sem naut aðstoðar lögreglu við leitina.

„Það á ekki að vera í boði að ruðst sé inná heimili okkar og eigur okkar teknar af svona fólki. Ég þakka þeim sem upplýstu mig um hvar bíllinn var um staðsetninguna.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×