Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Langalgengast er að vændisstarfsemi hér á landi fari fram í Airbnb-íbúðum sem eru leigðar undir fölsku flaggi að sögn yfirlögfræðings hjá lögreglunni. Vændi sé stundað um allt land og dæmi um að konur í viðkvæmum stöðum séu seldar út í símaverum í Evrópu. Innlent 11.7.2025 21:46
Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Einn karlmaður var handtekinn í umfangsmiklum alþjóðlegum aðgerðum íslenskra lögreglu um mansal á Íslandi. Maðurinn sem var handtekinn gekkst undir sektargerð vegna vændiskaupa. Hann var handtekinn á vettvangi þegar lögregla fylgdist með húsnæðinu. Innlent 11.7.2025 14:52
Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð, segir vændi og mansal sé algengt á Íslandi. Kaupendur séu karlmenn og algengast að þeir séu fjölskyldufeður. Þeir láti það ekki stoppa sig að konurnar séu þolendur mansals. Hún segir afar mikilvægt að mansalsþolendum sé veittur góður stuðningur. Innlent 11.7.2025 14:21
Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent 11.7.2025 09:24
Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Rannsókn lögreglu á meintri stunguárás sem mun hafa átt sér stað í miðborginni síðdegis á laugardag hefur lítinn árangur borið. Maður sem var stunginn í rassinn sagði þrjá menn hafa verið að verki, en ekkert hefur spurst til þeirra. Innlent 10. júlí 2025 17:05
Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sérsveit og lögregla var kölluð til þegar þrír fangar réðust á fangaverði á Litla-Hrauni. Fangaverðirnir voru fluttir á slysadeild en eru ekki alvarlega slasaðir. Málið er litið alvarlegum augum. Innlent 10. júlí 2025 11:01
Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Ásgeir Kári Linduson telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda manndráps sem varð í íbúðarhúsi í Breiðholti í október síðastliðunum. Sama dag og drápið var framið varð hann vitni að því þegar maður hótaði að myrða konu, sem Ásgeir taldi móður mannsins. Daginn eftir las hann um að maður væri í gæsluvarðhaldi grunaður um að verða móður sinni að bana. Innlent 10. júlí 2025 09:01
Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Tilkynnt var um rán í miðborginni þar sem tveir fullorðnir menn hótuðu að beita ungan dreng ofbeldi ef hann legði ekki inn á þá pening. Málið er í rannsókn Innlent 10. júlí 2025 06:14
Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn Lögreglunni barst í dag tilkynning um buxnalausan mann í miðbænum í dag. Innlent 9. júlí 2025 17:17
Ökumaður bifhjólsins látinn Fimmtugur karlmaður lést í mótorhjólaslysinu á Miklubraut í Reykjavík í morgun. Innlent 9. júlí 2025 15:19
Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á Miklubraut í Reykjavík í morgun. Innlent 9. júlí 2025 13:36
Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Kona á fimmtugsaldri var úrskurðuð í gæsluvarðhald vegna gruns um stunguárás á heimili við Trönuhjalla í Kópavogi á sunnudaginn. Innlent 9. júlí 2025 12:30
Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Alvarlegt mótorhjólaslys varð á Miklubraut skammt frá Sogavegi. Lögreglubílar og sjúkrabíll eru á vettvangi en takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir. Miklabraut er lokuð til vesturs frá Skeiðarvogi. Innlent 9. júlí 2025 08:55
Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Maður var fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás í hverfi 133. Það hverfi nær yfir Grafarholt og Úlfarsárdal. Gerandi var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en vitað er hver hann er. Innlent 9. júlí 2025 06:20
Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Þrír sakborningar Gufunessmálsins svokallaða virðast ekki hafa viljað tjá sig mikið um málið meðan á rannsókn þess stóð. Lögreglan taldi efnislitla framburði þeirra stangast á við rannsóknargögn málsins. Innlent 8. júlí 2025 16:15
Konan er komin í leitirnar Kona á fertugsaldri, sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gærkvöldi, er komin í leitirnar. Innlent 8. júlí 2025 15:01
Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Þrír karlmenn, á sextugs- og sjötugsaldri, hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að smygla rétt rúmum þremur kílóum af kókaíni til landsins frá Spáni í apríl á þessu ári. Þeim er gefið að sök að smygla efnunum, hvers styrkleiki hafi verið á bilinu 78 til 80 prósent, í þremur pottum frá Spáni til Íslands. Innlent 8. júlí 2025 13:41
Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Ráðist var á lögreglumann á sextugsaldri á goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum á aðfaranótt sunnudags. Árásin var alvarleg að sögn yfirlögregluþjóns og var hann fluttur á sjúkrahús. Innlent 8. júlí 2025 09:16
Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Lögreglan leitar að 75 ára konu með heilabilun á Akureyri. Hún er talin hafa farið út úr húsi á miðbæjarsvæðinu um fjögurleytið í nótt. Innlent 8. júlí 2025 07:17
Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Skipstjóri var handtekinn í gærkvöldi þegar hann kom í höfn í Reykjavík. Innlent 8. júlí 2025 06:10
Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Hebu Ýr Pálsdóttur Hillers, 33 ára, en síðast er vitað um ferðir hennar á miðborgarsvæðinu á laugardag. Innlent 7. júlí 2025 23:43
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Íbúi í miðborginni segist ekki skilja hvers vegna þrír menn réðust á hann við Fógetatorg og stungu hann í rassinn. Hann heilsaði þeim á leið sinni heim eftir verslunarferð og þeir réðust á hann í kjölfarið. Hann á erfitt með svefn og lestur eftir árásina. Innlent 7. júlí 2025 18:21
Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Lögregla leitar enn þriggja manna sem, að því er virðist að tilefnislausu, réðust á mann í miðborginni og stungu í rassinn. Innlent 7. júlí 2025 11:36
Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Lögreglunni á lögreglustöð eitt, sem sinnir verkefnum í mið- og vesturhluta borgarinnar, barst í gær tilkynning um óvelkominn aðila á öldrunarheimili. Hann var fjarlægður þaðan af lögreglumönnum. Innlent 7. júlí 2025 06:17
Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Einn ökumaður var sviptur ökuréttindum í dag vegna hraðaksturs í Hlíðunum í Reykjavík, en hann ók á 132 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraði er sextíu. Innlent 6. júlí 2025 17:40