Innlent

Ríkissáttasemjari vísaði fjölmiðlum út

Birgir Olgeirsson skrifar
Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari.
Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari. Vísir/Vilhelm
Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjara bað alla fjölmiðla að yfirgefa húsakynni ríkissáttasemjara á sjöunda tímanum í kvöld. Sagði hún stöðuna á viðræðum stéttarfélaganna og Samtaka atvinnulífsins viðkvæma og fjölmiðlar gætu því ekki verið í húsinu. 

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hafði gefið fréttastofu vilyrði fyrir viðtali í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 en með þeim fyrirvara að það yrði búið að loka þau inni. Bakland stéttarfélaganna mætti í húsakynni ríkissáttasemjara á sjöunda tímanum í kvöld þar sem viðræður standa enn yfir en verkalýðsforingjar sögðu í morgun að brugðið gæti til beggja vona.

Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA sagði fyrr í dag að staðan væri tvísýn en reynt yrði að gera atlögu að samningum á fundi dagsins.

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði í samtali við fréttastofu rétt fyrir fundinn í dag að reynt verði að landa samningum í dag.

Verkfall strætóbílstjóra Almenningsvagna Kynnisferða, sem eru félagsmenn Eflingar hófst í dag en að öllu óbreyttu verða bílstjórar í verkfalli á frá klukkan sjö að morgni til níu og 16 til 18 síðdegis alla virka daga út apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×