Demantshringurinn virki sem segull fyrir Norðurland Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2019 21:00 Setja á aukinn kraft í að markaðssetja Demantshringinn svokallaða á Norðurlandi. Forsenda þess er að Dettifossvegur verði uppbyggður og fær öllum bílum yfir vetrartímann. Markaðsstofa Norðurlands og Húsavíkurstofa gerðu nýverið með sér samkomulag um að þróa og efla markaðssetningu til ferðamanna á Demantshringnum svokallaða. Þar má finna nokkrar af helstu náttúruperlum Íslands á borð við Ásbyrgi, Dettifoss og Mývatn. Nafnið hefur verið í notkun í nokkur ár en nú á að gefa í. „Það hefur í rauninni verið vannýtt. Við vitum að þetta er til og aðilar á svæðinu eru að nota þetta en þetta er vannýtt vegna þess að innviðar eru ekki til staðar,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.Goðafoss er hluti af Demantshringnum.Vísir/VilhelmHelsti farartálminn er Dettifossvegur en á nokkurra kílómetra kafla á milli Dettifoss og Ásbyrgis er aðeins hægt að aka eftir slóða. „Þessi vegur, þessi vegspotti sem á eftir að klára hefur verið stór hindrun í að nýta þetta vel. Síðan er það líka að það er ekki verið að opna veginn að Dettifossi að vestanverðu yfir vetrartímann sem þýðir að við höfum ekki getað markaðssett þetta svæði að fullu,“ segir Arnheiður. Og það er von á breytingum. Vegagerðin mun bjóða út síðasta áfanga Dettifossvegar eftir helgi og standa vonir til þess að vegurinn verði þá orðinn uppbyggður og fær öllum bílum fyrir veturinn. Markmiðið er að Demantshringurinn geti orðið segull sem dragi ferðamenn að Norðurlandi. „Þetta verður núna vonandi heilsársopnun. Það er það sem við sjáum fram á að verði svo að fyrirtækin geti farið að nýta sér þessar perlur sem eru á þessari leið,“ segir Arnheiður. Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Krefjast tíðari moksturs á Dettifossvegi Stjórn Markaðstofu Norðurland segir að þjónusta Vegagerðarinnar við Dettifossveg að vetrarlagi sé óásættanleg. Ekki sé boðlegt að vegurinn að einni helsti náttúruperlu landsins sé aðeins mokaður tvisvar sinnum á ári að vetrarlagi 25. febrúar 2019 17:42 Dettifossvegur "niðurgrafinn moldarvegur“ sem annar engan veginn eftirspurn Húsavíkurstofa, sem er sameiginlegur vettvangur ferðaþjónustuaðila á Húsavík, hefur sent frá sér ályktun vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. 6. mars 2017 16:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Setja á aukinn kraft í að markaðssetja Demantshringinn svokallaða á Norðurlandi. Forsenda þess er að Dettifossvegur verði uppbyggður og fær öllum bílum yfir vetrartímann. Markaðsstofa Norðurlands og Húsavíkurstofa gerðu nýverið með sér samkomulag um að þróa og efla markaðssetningu til ferðamanna á Demantshringnum svokallaða. Þar má finna nokkrar af helstu náttúruperlum Íslands á borð við Ásbyrgi, Dettifoss og Mývatn. Nafnið hefur verið í notkun í nokkur ár en nú á að gefa í. „Það hefur í rauninni verið vannýtt. Við vitum að þetta er til og aðilar á svæðinu eru að nota þetta en þetta er vannýtt vegna þess að innviðar eru ekki til staðar,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.Goðafoss er hluti af Demantshringnum.Vísir/VilhelmHelsti farartálminn er Dettifossvegur en á nokkurra kílómetra kafla á milli Dettifoss og Ásbyrgis er aðeins hægt að aka eftir slóða. „Þessi vegur, þessi vegspotti sem á eftir að klára hefur verið stór hindrun í að nýta þetta vel. Síðan er það líka að það er ekki verið að opna veginn að Dettifossi að vestanverðu yfir vetrartímann sem þýðir að við höfum ekki getað markaðssett þetta svæði að fullu,“ segir Arnheiður. Og það er von á breytingum. Vegagerðin mun bjóða út síðasta áfanga Dettifossvegar eftir helgi og standa vonir til þess að vegurinn verði þá orðinn uppbyggður og fær öllum bílum fyrir veturinn. Markmiðið er að Demantshringurinn geti orðið segull sem dragi ferðamenn að Norðurlandi. „Þetta verður núna vonandi heilsársopnun. Það er það sem við sjáum fram á að verði svo að fyrirtækin geti farið að nýta sér þessar perlur sem eru á þessari leið,“ segir Arnheiður.
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Krefjast tíðari moksturs á Dettifossvegi Stjórn Markaðstofu Norðurland segir að þjónusta Vegagerðarinnar við Dettifossveg að vetrarlagi sé óásættanleg. Ekki sé boðlegt að vegurinn að einni helsti náttúruperlu landsins sé aðeins mokaður tvisvar sinnum á ári að vetrarlagi 25. febrúar 2019 17:42 Dettifossvegur "niðurgrafinn moldarvegur“ sem annar engan veginn eftirspurn Húsavíkurstofa, sem er sameiginlegur vettvangur ferðaþjónustuaðila á Húsavík, hefur sent frá sér ályktun vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. 6. mars 2017 16:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Krefjast tíðari moksturs á Dettifossvegi Stjórn Markaðstofu Norðurland segir að þjónusta Vegagerðarinnar við Dettifossveg að vetrarlagi sé óásættanleg. Ekki sé boðlegt að vegurinn að einni helsti náttúruperlu landsins sé aðeins mokaður tvisvar sinnum á ári að vetrarlagi 25. febrúar 2019 17:42
Dettifossvegur "niðurgrafinn moldarvegur“ sem annar engan veginn eftirspurn Húsavíkurstofa, sem er sameiginlegur vettvangur ferðaþjónustuaðila á Húsavík, hefur sent frá sér ályktun vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. 6. mars 2017 16:37