Handbolti

Ísland í öðru sæti eftir tap fyrir Norðmönnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Íslenska U19 ára liðið
Íslenska U19 ára liðið mynd/hsí
Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri varð í öðru sæti á Nations Cup mótinu í Lübeck í Þýskalandi eftir tap fyrir Noregi.

Ísland fór í úrslitaleikinn með sterkum 25-23 sigri á heimamönnum Þýskalands í gær.

Norðmenn voru hins vegar of sterkur biti fyrir íslenska liðið sem tapaði 35-28 í úrslitaleiknum í dag.

Leikurinn fór mjög rólega af stað og liðin skiptust á að hafa forystu en íslensku strákarnir tóku yfirhöndina þegar líða fór á fyrri hálfleik og náðu mest þriggja marka forystu.

Rétt fyrir hálfleikinn bættu Norðmenn í og var staðan jöfn 16-16 þegar flautað var til hálfleiks.

Norðmenn komu inn í seinni hálfleik af miklum krafti á meðan íslenska liðið náði ekki að finna taktinn. Norska liðið gekk á lagið undir lokin og fór að lokum með sjö marka sigur.

Markaskorarar Íslands:

Tumi Steinn Rúnarsson 6, Arnór Snær Óskarsson 4, Stiven Tobar Valencia 4, Dagur Gautason 3, Eiríkur Guðni Þórarinsson 2, Einar Örn Sindrason 2, Goði Ingvar Sveinsson 1, Viktor Andri Jónsson 1, Hafsteinn Óli Ramos Rocha 1, Guðjón Baldur Ómarsson 1, Tjörvi Týr Gíslason 1, Blær Hinriksson 1, Ólafur Brim Stefánsson 1.

Sigurður Dan Óskarsson varði 6 skot í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×