Innlent

Félagsmenn BSRB sem starfa hjá sveitarfélögum fá líka 105 þúsund krónur

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Mynd/BSRB
Samkomulag hefur náðst við Samband íslenskra sveitarfélaga og BSRB um framhald kjaraviðræðna en starfsmenn sveitarfélaga sem eru félagsmenn BSRB fá líka innágreiðslu rétt eins og félagsmennirnir sem starfa hjá ríkinu.

Í lok júní samdi BSRB við ríkið um að starfsmenn ríkisins sem eru félagsmenn BSRB fái 105 þúsund króna greiðslu þann 1. ágúst vegna tafa sem hafa orðið á viðræðum um nýjan kjarasamning. Á vef BSRB kemur þá fram að starfsmenn sveitarfélaganna fái líka slíka greiðslu.

Greiðslan er til komin vegna tafa sem hafa orðið á gerð kjarasamninga í nýjum viðræðuáætlunum kemur fram að stefnt sé að því að ljúka nýjum kjarasamningum fyrir 15. september en samningur flestra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá því í byrjun apríl.

Í samningaviðræðum við ríkið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg hefur verið unnið að samkomulagi um útfærslu á styttingu vinnuvikunnar, launaþróunartryggingu og fleira.

Stutt hlé verður gert á viðræðum á meðan skrifstofa Ríkissáttasemjara er lokuð í sumar „enda hefur reynslan sýnt að lítið hefur gengið í kjaraviðræðum yfir hásumarið.“


Tengdar fréttir

Styttri vinnuvika hefur jákvæð áhrif

Niðurstöður tilraunaverkefnis um styttingu vinnuvikunnar sýna fram á jákvæð áhrif færri vinnustunda og eru þarft innlegg í kjaraviðræður opinbera vinnumarkaðsins.

Við ætlum að breyta þjóðfélaginu

Sá tími er liðinn að verkalýðshreyfingin sé bara í baráttuhug einu sinni á ári. Þetta sagði formaður Eflingar í ræðu sinni á baráttudegi verkalýðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×