Handbolti

Haukar til Tékklands og FH mætir belgísku liði

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Haukar og Selfyssingar voru bæði í pottinum í dag
Haukar og Selfyssingar voru bæði í pottinum í dag vísir/vilhelm
FH, Haukar og Selfoss fengu að vita hverjir yrðu mótherjar þeirra í fyrstu umferðum EHF bikarsins í handbolta á næsta tímabili.

Hafnarfjarðarliðin hefja keppni strax í fyrstu umferð en Íslandsmeistarar Selfoss koma inn í annarri umferð.

FH dróst gegn belgíska liðinu Vise BM og Haukar fara til Tékklands og mæta Talent Plzen.

Fyrri leikir liðanna fara fram um mánaðarmótin ágúst og september og þeir seinni viku síðar.

Selfyssingar mæta annað hvort Malmö eða Spartak Moskvu í annarri umferð.

Fari svo að FH komist áfram mætir það norska liðinu Arendal í annarri umferð. Haukar fá Hapoel Ashdod frá Ísrael nái þeir að leggja Talent Plzen að velli.

Einnig var dregið í EHF keppni kvenna. Íslands- og bikarmeistarar Vals mæta sænska liðinu Skuru en landsliðskonan Eva Björk Davíðsdóttir gekk á dögunum til liðs við Skuru.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×