Handbolti

Strákarnir tóku fimmta sætið með öruggum sigri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Strákarnir á æfingu í Bakú
Strákarnir á æfingu í Bakú mynd/hsí
Íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri lenti í fimmta sæti á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar eftir sigur á Slóveníu í dag.

Slóvenarnir byrjuðu betur en íslenska liðið skoraði fjögur mörk í röð og breytti stöðunni úr 3-1 í 5-3. Jafnt var með liðunum út fyrri hálfleik og var staðan 8-8 í hálfleik.

Íslensku strákarnir byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti, skoruðu fjögur af fyrstu fimm mörkunum og komust í 12-9. Eftir það létu þeir forystuna aldrei af hendi.

Síðustu tíu mínúturnar rúlluðu íslensku strákarnir leiknum upp með sex mörkum í röð, lokatölur í leiknum 24-17.

Markaskorun var nokkuð dreifð í íslenska liðinu, Kristófer Máni Jónasson var markahæstur með fimm mörk, Arnór Ísak Haddsson og Guðmundur Bragi Ástþórsson skoruðu fjögur mörk hvor.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×