Handbolti

Strákarnir misstu leikinn niður í jafntefli í lokin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úr búningsklefa íslenska liðsins.
Úr búningsklefa íslenska liðsins. Mynd/HSÍ
Íslenska sautján ára landsliðið gerði 21-21 jafntefli við Slóveníu í öðrum leik sínum á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í dag.

Íslensku strákarnir náðu því ekki að fylgja eftir frábærum sigri á Frökkum í fyrsta leiknum sínum í gær.

Kristófer Máni Jónasson var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk en þeir Guðmundur Bragi Ástþórsson og Arnór Viðarsson skoruðu þrjú mörk hvor.  Brynjar Vignir Sigurjónsson varði átta skot þar af tvö vítaskot.

Slóvenarnir tóku upp á því að taka Arnór Viðarsson úr umferð en hann skoraði ellefu mörk utan af velli í sigrinum á Frökkum í gær.

Íslenska liðið var tveimur mörkum yfir, 21-19, þegar 90 sekúndur voru eftir af leiknum en Slóvenar skoruðu tvö síðustu mörkin og tryggðu sér jafntefli.

Staðan var jöfn í hálfleik, 12-12, eftir að íslenska liðið hafði verið 10-7 yfir rétt fyrir hálfleik.

Íslenska liðið náði líka fjögurra marka forystu í seinni hálfleiknum, 17-13, en fékk þá á sig fjögur mörk í röð. Ísland komst aftur tveimur mörkum yfir en missti sigurinn frá sér á lokasekúndunum.

Svekkjandi fyrir strákana sem mæta Króatíu í þriðja leik riðlakeppninnar á morgun.

Ísland - Slóvenía 21-21 (12-12)

Mörk Íslands:

Kristófer Máni Jónasson 6

Guðmundur Bragi Ástþórsson 3/1

Arnór Viðarsson 3

Reynir Freyr Sveinsson 2

Tryggvi Þórisson 2

Benedikt Gunnar Óskarsson 2/1

Arnór Ísak Haddsson 1

Jakob Aronsson 1

Ísak Gústafsson 1

Varin skot:

Brynjar Vignir Sigurjónsson 8/2






Fleiri fréttir

Sjá meira


×