Innlent

Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur á Suðurlandsvegi

Sylvía Hall skrifar
Bílarnir eru illa farnir eftir áreksturinn.
Bílarnir eru illa farnir eftir áreksturinn. Vísir/Jói K.
Umferð var lokað um Suðurlandsveg eftir að árekstur varð við Rauðhóla fyrr í dag.

Viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang, þar á meðal sjúkrabílar og tækjabíll slökkviliðsins. Þrír hafa verið fluttir á slysadeild.

Lögregla hefur lokað veginum og umferð verið beint um Hólmsheiði. Gert er ráð fyrir því að vegurinn verði lokaður eitthvað áfram vegna rannsóknarvinnu á vettvangi.



Fólki er bent á að nýta sér hjáleiðir um Suðurstrandarveg, Bláfjallaveg eða Hafravatnsveg. Þeir sem fara um Hafravatnsveg skulu passa að fylgt sé vegi en ekki slóða en mikið umferðaröngþveiti er á slóða út frá Hafravatnsvegi.

Mikill fjöldi bíla situr fastur eftir að ökumenn fóru um veg sunnan við fangelsið á Hólmsheiði sem reyndist vera lokaður.

Uppfært klukkan 14:32: Búið er að opna fyrir alla umferð á Suðurlandsvegi. Lögregla biður ökumenn um að sýna þolinmæði - búast má við töfum og hægri umferð þegar komið er til borgarinnar.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Mikið öngþveiti hefur skapast eftir að bílar fóru leið sem var lokuð.Vísir/kjartan
Mikil umferð er í átt að höfuðborginni.Ólöf Sunna Jónsdóttir
 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×