Reykjavík

Fréttamynd

Reyk­víkingur ársins til­einkar sam­starfs­fólki út­nefninguna

Reykvíkingur ársins var útnefndur í morgun í Elliðarárdal líkt og venjan hefur verið undanfarin ár. Að þessu sinni er það Ingi Garðar Erlendsson stjórnandi Skólahljómsveitar Vestur- og Miðbæjar. Hann renndi fyrir laxi í Elliðará í morgun og var eðli málsins samkvæmt í sólskinsskapi þegar fréttastofa náði af honum tali.

Lífið
Fréttamynd

Ingi Garðar er Reyk­víkingur ársins

Reykvíkingur ársins 2025 er Ingi Garðar Erlendsson stjórnandi Skólahljómsveitar Vestur- og Miðbæjar. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri tilkynnti valið á bökkum Elliðaár í morgun, en þetta er í fimmtánda sinn sem Reykvíkingur ársins er valinn.

Innlent
Fréttamynd

Fundu kannabisplöntur við hús­leit

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framkvæmdi húsleit í umdæmi sínu og fundust kannabisplöntur ásamt búnaði sem ætlaður var fyrir ræktun. Lagt var hald á plönturnar og búnaðinn.

Innlent
Fréttamynd

Mennirnir enn í haldi lög­reglu

Fimm karlmenn voru handteknir í tengslum við rannsókn lögreglu eftir að skoti var hleypt af á hóteli í miðborg Reykjavíkur. Allir eru enn í haldi lögreglu en enginn slasaðist.

Innlent
Fréttamynd

Einn hand­tekinn í mansalsrannsókn lög­reglunnar

Einn karlmaður var handtekinn í umfangsmiklum alþjóðlegum aðgerðum íslenskra lögreglu um mansal á Íslandi. Maðurinn sem var handtekinn gekkst undir sektargerð vegna vændiskaupa. Hann var handtekinn á vettvangi þegar lögregla fylgdist með húsnæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Hvað hefur á­unnist á 140 dögum?

Fyrir 140 dögum tók nýr meirihluti við stjórn Reykjavíkurborgar þegar fimm flokkar ákváðu að hefja nýtt samstarf. Markmið þeirra eru skýr: Að byggja borg fyrir fólk, styrkja grunnstoðir velferðar og efla samfélagið á grænum, sjálfbærum grunni. Á þessum tiltölulega stutta tíma hefur þessi nýi meirihluti komið fjölda verkefna á góðan skrið og í framkvæmd.

Skoðun
Fréttamynd

Sleginn í and­litið með hnúajárni

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um líkamsárás í Reykjavík. Árásarmaður sló fórnarlambið í andlitið með hnúajárni. Málið er í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Mennirnir þrír sjáist ekki í mynd­efni

Rannsókn lögreglu á meintri stunguárás sem mun hafa átt sér stað í miðborginni síðdegis á laugardag hefur lítinn árangur borið. Maður sem var stunginn í rassinn sagði þrjá menn hafa verið að verki, en ekkert hefur spurst til þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Vara við slysa­hættu vegna kaldavatnsleysis

Vegna bilunar er kaldavatnslaust við Þingholtsstræti. Samkvæmt nýjustu uppfærslu á vef Veitna er búist við því að vatnið ætti að vera komið á klukkan sex í kvöld, en upphaflega var búist við því að kaldavatnslaust yrði milli hálf átta í morgun til eitt í dag.

Innlent
Fréttamynd

Vilja herða reglur um frá­gang rafhlaupahjóla í Reykja­vík

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur nú birt samráðsgátt uppfærslu á verklagsreglum fyrir rafhlaupahjólaleigur. Samráðið stendur til 15. ágúst og er óskað eftir athugasemdum frá almenningi og hagaðilum. Í umsögnum er að finna ákall um safnstæði, aukinn sýnileika hjólanna og að ekki megi leggja þeim á hjóla- og göngustíga.

Innlent
Fréttamynd

Markús nýr safn­stjóri Lista­safns Reykja­víkur

Markús Þór Andrésson hefur verið ráðinn safnstjóri Listasafns Reykjavíkur en hann hefur starfað sem deildarstjóri sýninga og miðlunar hjá safninu frá árinu 2017.  Alls bárust sjö umsóknir um starfið en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka.

Lífið
Fréttamynd

Telur sig hafa orðið vitni að að­draganda drápsins

Ásgeir Kári Linduson telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda manndráps sem varð í íbúðarhúsi í Breiðholti í október síðastliðunum. Sama dag og drápið var framið varð hann vitni að því þegar maður hótaði að myrða konu, sem Ásgeir taldi móður mannsins. Daginn eftir las hann um að maður væri í gæsluvarðhaldi grunaður um að verða móður sinni að bana.

Innlent
Fréttamynd

Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng

Tilkynnt var um rán í miðborginni þar sem tveir fullorðnir menn hótuðu að beita ungan dreng ofbeldi ef hann legði ekki inn á þá pening. Málið er í rannsókn

Innlent
Fréttamynd

„Það er enginn svartur listi hjá okkur“

Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur segir tafir á útgáfu starfsleyfa veitingastaða ekki stranda hjá stofnuninni. Slíkar tafir megi rekja til skorts á gögnum frá rekstraraðilum eða til ákvörðunar byggingarfulltrúa. Hann vísar á bug þeim ásökunum að heilbrigðiseftirlitið setji fólk á svartan lista fyrir að tjá sig.

Innlent