Reykjavík Steinn reistur við með eins konar blöðrum Einn þekktasti steinn landsins, Steinninn undir Þverfellshorni á Esju, var reistur við í dag. Vaskur hópur á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkurflutti steininn aftur á sinn stað. Eins konar blaðra var notuð til verksins. Innlent 24.5.2025 23:10 Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur komið upp varðturnum með eftirlitsmyndavélum við Hallgrímskirkju og á Skólavörðustíg til að sporna gegn aukinni tíðni vasaþjófnaðar. Skiptar skoðanir eru milli íbúa miðborgarinnar á turnunum, sem þykja ljótir þrátt fyrir að gegna göfugum tilgangi. Innlent 24.5.2025 15:12 Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Það er mikið um að vera á jörðinni Blikastöðum á höfuðborgarsvæðinu í dag en þar fer fram dráttarvéladagur þar sem margar af elstu dráttarvélum landsins eru til sýnis. Þá er markaður á staðnum með allskonar traktorsdóti þar sem hægt er að gera góð kaup. Innlent 24.5.2025 13:02 Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Tilkoma Borgarlínunnar mun koma til með að breyta ásýnd og umferð verulega um Suðurlandsbraut. Akbrautum verður þar fækkað um tvær fyrir Borgarlínuna auk þess sem bæta á við göngu- og hjólastígum þannig að þeir séu báðum megin. Tillaga að þessari breytingu var samþykkt á fundi borgarráðs í gær og gengur nú til endanlegrar samþykktar í borgarstjórn. Innlent 24.5.2025 07:29 „Verkefnið bara heltekur okkur“ Lögregla rannsakar hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við mannskæðan bruna í Hjarðarhaga í gær og skýrslur verða teknar í dag. Einn lést í gær og sá sem var fluttur alvarlega slasaður á spítala lést í dag. Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að gera hefði mátt betur í áfallahjálp á vettvangi. Innlent 23.5.2025 16:02 Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Inga Lind Karlsdóttir, framleiðandi og fjölmiðlakona, bauð fríðum hópi kvenna í litríkt og líflegt sumarboð á Tapasbarnum í blíðviðrinu á dögunum. Gestir voru hvattir til að mæta með stóra eyrnalokka, sem settu skemmtilegan svip á viðburðinn og vöktu mikla kátínu. Lífið 23.5.2025 15:08 Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Eik fasteignafélag undirritaði í dag kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í Festingu hf. Fasteignir Festingar hér á landi eru tólf talsins, um 43 þúsund fermetrar að stærð, og hýsa starfsemi Samskipa hf. á Íslandi. Viðskipti innlent 23.5.2025 14:47 Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Maður sem slasaðist alvarlega í eldsvoða á Hjarðarhaga í Reykjavík í gær er látinn af sárum sínum. Í gær lést annar maður af áverkum sínum eftir sama eldsvoða. Innlent 23.5.2025 14:30 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Framkvæmdir í Árbæjarlaug hafa nú staðið yfir í nokkra daga en til stendur að gera ýmsar endurbætur á lauginni. Framkvæmdir eru sagðar ganga vel. Innlent 23.5.2025 14:09 Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Perlan í Reykjavík er formlega komin í hendur nýrra eigenda en borgarstjóri skrifaði undir 3,5 milljarða kaupsamning í morgun. Viðskipti innlent 23.5.2025 12:56 Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Ekki er vitað hver upptök mannskæðs eldsvoða voru í fjölbýlishúsi í Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Það er nú til rannsóknar hjá lögreglu sem skoðar meðal annars hvort eitthvað saknæmt hefði átt sér stað. Innlent 23.5.2025 11:41 Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist ekki vita til þess að áfengissala á íþróttaviðburðum hafi skapað sérstök vandamál síðustu ár. Það sé áríðandi að regluverkið verði uppfært en íþróttafélögunum sé almennt treystandi til að skipuleggja söluna og fólki til að fara rólega í neysluna. Innlent 23.5.2025 06:32 Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Reykjavíkurborg hyggst auglýsa eftir áhugasmömum aðila til að reka parísarhjól á Miðbakka í sumar. Verkefnið skilaði borginni ágóða á síðasta ári. Innlent 22.5.2025 21:31 Svona verður Sæbraut í stokki Breytingar á Vogahverfi þegar Sæbraut verður sett í stokk munu auka öryggi gangandi og hjólandi og bæta hljóð- og loftgæði. Gert er ráð fyrir verklokum árið 2030 og er ráðgert að verkið kosti um 25 milljarða króna. Innlent 22.5.2025 20:56 Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Raunveruleikastjarnan Bassi Maraj, réttu nafni Sigurjón Baltasar Vilhjálmsson, hefur verið ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra utan við heimili sitt í Bryggjuhverfinu í Grafarvogi í febrúar fyrir rúmum tveimur árum. Bassi segir leigubílstjórann hafa tekið af honum símann eftir að hafa ætlað að rukka hann fjórtán þúsund krónur fyrir aksturinn. Innlent 22.5.2025 17:33 Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Borgarráð hefur samþykkt kaupsamning um sölu á Perlunni og tveimur tönkum. Perlan Þróunarfélag ehf. kaupir húsið á rúmlega 3,5 milljarða króna. Viðskipti innlent 22.5.2025 15:57 Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Á næstu fimm árum verða til 1.987 ný leikskólapláss, sem dreifast á hverfi borgarinnar, samkvæmt tillögum sem borgarráð samþykkti í dag. Flest leikskólapláss bætast við í Háaleitis- og Bústaðahverfi, 521 talsins, og næstflest í Vesturbæ, 418 talsins. Innlent 22.5.2025 15:44 Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Einn er látinn eftir eldinn sem kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi við Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur í morgun. Annar er alvarlega slasaður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 22.5.2025 15:27 Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Karlmaður á fimmtugsaldri sem var stunginn í Úlfarsárdal í Reykjavík í gær særðist alvarlega og lögreglu hefur ekki tekist að taka skýrslu af honum vegna málsins í dag. Hann er þó ekki talinn í lífshættu. Innlent 22.5.2025 14:47 Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Mynd er komin á það hvernig Sæbraut verður lögð í stokk á næstu árum. Verk hefst árið 2027 og á að ljúka árið 2030. Samgönguverkfræðingur segir að með þessu aukist tenging íbúa í Vogabyggð við nærliggjandi hverfi og hljóðgæði batni til muna. Innlent 22.5.2025 14:13 Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Strætisvagnaleið 4 mun brátt hætta að keyra krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut í Reykjavík á leið sinni og mun þess í stað fara um Kringlumýrarbraut. Innlent 22.5.2025 13:49 Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Friður um Bríetartún 20, sem kallað hefur verið „hryllingshúsið“ vegna gripdeilda og ógnandi framgöngu konu sem búsett er í húsinu, virðist óhugsandi. Nú í morgun var maður borinn þaðan út. Innlent 22.5.2025 12:04 Mjög alvarlegt tilfelli Vettvangsstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að eldur sem kom upp í blokk við Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur hafi verið mjög alvarlegt tilfelli. Þrír voru fluttir á slysadeild. Að minnsta kosti einn þeirra var með meðvitund. Innlent 22.5.2025 11:39 Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Sena hefur tilkynnt um 29 ný tónlistarmenn og sveitir sem munu troða upp á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves næsta haust. Atriðin koma meðal annars frá Írak, Kólumbíu og Mongólíu. Lífið 22.5.2025 11:11 Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Þrír voru fluttir í sjúkrabíl af vettvangi eldsvoða í fjölbýlishúsi við Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur á ellefta tímanum í morgun. Um töluverðan eld var að ræða og sprakk rúða í íbúð á jarðhæð þar sem eldurinn kom upp. Innlent 22.5.2025 10:25 Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Auka á þjónustu Strætó í haust á ákveðnum leiðum. Ákveðnar leiðir munu ganga lengra fram á kvöld og tíðni ákveðinna leiða verður aukinn á annatíma og á milli annatíma. Þjónustuaukningunni er ætla að venja fólk við aukinni tíðni áður en nýtt leiðanet tekur gildi með tilkomu Borgarlínunnar árið 2031. Innlent 22.5.2025 10:21 Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Litahlaupið, eða The Color Run, mun fara fram í Kópavogi í ár en hlaupið hefur farið fram í Laugardal síðustu ár. Lífið 22.5.2025 10:13 Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur hefur skrifað nýtt leikrit fyrir Þjóðleikhúsið sem Baltasar Kormákur mun leikstýra. Leikritið heitir Íbúð 10B og fjallar um eiganda fjölbýlishúss í Reykjavík sem ákveður að breyta lúxusíbúð sinni í gistiheimili fyrir hælisleitendur. Íbúar í húsinu hittast svo til að leggja á ráðin um þessa stöðu. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. Lífið 22.5.2025 08:42 Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Skipulagslýsing vegna Sæbrautarstokks var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær, en fyrirhugað er að setja Sæbraut í stokk á tæplega eins kílómetra löngum kafla frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Í lýsingunni segir að framkvæmdir eigi að hefjast árið 2027 og að stokkurinn verði tilbúinn 2030. Innlent 22.5.2025 08:30 Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Þrír einstaklingar réðust á ungmenni í Hafnarfirði í gærkvöldi eða nótt. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að ungmenninu hafi verið ógnað með hníf og orðið fyrir höggum og spörkum. Í tilkynningu segir að málið sé unnið með barnavernd og foreldrum. Innlent 22.5.2025 06:06 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 334 ›
Steinn reistur við með eins konar blöðrum Einn þekktasti steinn landsins, Steinninn undir Þverfellshorni á Esju, var reistur við í dag. Vaskur hópur á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkurflutti steininn aftur á sinn stað. Eins konar blaðra var notuð til verksins. Innlent 24.5.2025 23:10
Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur komið upp varðturnum með eftirlitsmyndavélum við Hallgrímskirkju og á Skólavörðustíg til að sporna gegn aukinni tíðni vasaþjófnaðar. Skiptar skoðanir eru milli íbúa miðborgarinnar á turnunum, sem þykja ljótir þrátt fyrir að gegna göfugum tilgangi. Innlent 24.5.2025 15:12
Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Það er mikið um að vera á jörðinni Blikastöðum á höfuðborgarsvæðinu í dag en þar fer fram dráttarvéladagur þar sem margar af elstu dráttarvélum landsins eru til sýnis. Þá er markaður á staðnum með allskonar traktorsdóti þar sem hægt er að gera góð kaup. Innlent 24.5.2025 13:02
Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Tilkoma Borgarlínunnar mun koma til með að breyta ásýnd og umferð verulega um Suðurlandsbraut. Akbrautum verður þar fækkað um tvær fyrir Borgarlínuna auk þess sem bæta á við göngu- og hjólastígum þannig að þeir séu báðum megin. Tillaga að þessari breytingu var samþykkt á fundi borgarráðs í gær og gengur nú til endanlegrar samþykktar í borgarstjórn. Innlent 24.5.2025 07:29
„Verkefnið bara heltekur okkur“ Lögregla rannsakar hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við mannskæðan bruna í Hjarðarhaga í gær og skýrslur verða teknar í dag. Einn lést í gær og sá sem var fluttur alvarlega slasaður á spítala lést í dag. Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að gera hefði mátt betur í áfallahjálp á vettvangi. Innlent 23.5.2025 16:02
Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Inga Lind Karlsdóttir, framleiðandi og fjölmiðlakona, bauð fríðum hópi kvenna í litríkt og líflegt sumarboð á Tapasbarnum í blíðviðrinu á dögunum. Gestir voru hvattir til að mæta með stóra eyrnalokka, sem settu skemmtilegan svip á viðburðinn og vöktu mikla kátínu. Lífið 23.5.2025 15:08
Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Eik fasteignafélag undirritaði í dag kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í Festingu hf. Fasteignir Festingar hér á landi eru tólf talsins, um 43 þúsund fermetrar að stærð, og hýsa starfsemi Samskipa hf. á Íslandi. Viðskipti innlent 23.5.2025 14:47
Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Maður sem slasaðist alvarlega í eldsvoða á Hjarðarhaga í Reykjavík í gær er látinn af sárum sínum. Í gær lést annar maður af áverkum sínum eftir sama eldsvoða. Innlent 23.5.2025 14:30
Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Framkvæmdir í Árbæjarlaug hafa nú staðið yfir í nokkra daga en til stendur að gera ýmsar endurbætur á lauginni. Framkvæmdir eru sagðar ganga vel. Innlent 23.5.2025 14:09
Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Perlan í Reykjavík er formlega komin í hendur nýrra eigenda en borgarstjóri skrifaði undir 3,5 milljarða kaupsamning í morgun. Viðskipti innlent 23.5.2025 12:56
Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Ekki er vitað hver upptök mannskæðs eldsvoða voru í fjölbýlishúsi í Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Það er nú til rannsóknar hjá lögreglu sem skoðar meðal annars hvort eitthvað saknæmt hefði átt sér stað. Innlent 23.5.2025 11:41
Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist ekki vita til þess að áfengissala á íþróttaviðburðum hafi skapað sérstök vandamál síðustu ár. Það sé áríðandi að regluverkið verði uppfært en íþróttafélögunum sé almennt treystandi til að skipuleggja söluna og fólki til að fara rólega í neysluna. Innlent 23.5.2025 06:32
Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Reykjavíkurborg hyggst auglýsa eftir áhugasmömum aðila til að reka parísarhjól á Miðbakka í sumar. Verkefnið skilaði borginni ágóða á síðasta ári. Innlent 22.5.2025 21:31
Svona verður Sæbraut í stokki Breytingar á Vogahverfi þegar Sæbraut verður sett í stokk munu auka öryggi gangandi og hjólandi og bæta hljóð- og loftgæði. Gert er ráð fyrir verklokum árið 2030 og er ráðgert að verkið kosti um 25 milljarða króna. Innlent 22.5.2025 20:56
Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Raunveruleikastjarnan Bassi Maraj, réttu nafni Sigurjón Baltasar Vilhjálmsson, hefur verið ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra utan við heimili sitt í Bryggjuhverfinu í Grafarvogi í febrúar fyrir rúmum tveimur árum. Bassi segir leigubílstjórann hafa tekið af honum símann eftir að hafa ætlað að rukka hann fjórtán þúsund krónur fyrir aksturinn. Innlent 22.5.2025 17:33
Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Borgarráð hefur samþykkt kaupsamning um sölu á Perlunni og tveimur tönkum. Perlan Þróunarfélag ehf. kaupir húsið á rúmlega 3,5 milljarða króna. Viðskipti innlent 22.5.2025 15:57
Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Á næstu fimm árum verða til 1.987 ný leikskólapláss, sem dreifast á hverfi borgarinnar, samkvæmt tillögum sem borgarráð samþykkti í dag. Flest leikskólapláss bætast við í Háaleitis- og Bústaðahverfi, 521 talsins, og næstflest í Vesturbæ, 418 talsins. Innlent 22.5.2025 15:44
Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Einn er látinn eftir eldinn sem kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi við Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur í morgun. Annar er alvarlega slasaður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 22.5.2025 15:27
Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Karlmaður á fimmtugsaldri sem var stunginn í Úlfarsárdal í Reykjavík í gær særðist alvarlega og lögreglu hefur ekki tekist að taka skýrslu af honum vegna málsins í dag. Hann er þó ekki talinn í lífshættu. Innlent 22.5.2025 14:47
Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Mynd er komin á það hvernig Sæbraut verður lögð í stokk á næstu árum. Verk hefst árið 2027 og á að ljúka árið 2030. Samgönguverkfræðingur segir að með þessu aukist tenging íbúa í Vogabyggð við nærliggjandi hverfi og hljóðgæði batni til muna. Innlent 22.5.2025 14:13
Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Strætisvagnaleið 4 mun brátt hætta að keyra krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut í Reykjavík á leið sinni og mun þess í stað fara um Kringlumýrarbraut. Innlent 22.5.2025 13:49
Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Friður um Bríetartún 20, sem kallað hefur verið „hryllingshúsið“ vegna gripdeilda og ógnandi framgöngu konu sem búsett er í húsinu, virðist óhugsandi. Nú í morgun var maður borinn þaðan út. Innlent 22.5.2025 12:04
Mjög alvarlegt tilfelli Vettvangsstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að eldur sem kom upp í blokk við Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur hafi verið mjög alvarlegt tilfelli. Þrír voru fluttir á slysadeild. Að minnsta kosti einn þeirra var með meðvitund. Innlent 22.5.2025 11:39
Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Sena hefur tilkynnt um 29 ný tónlistarmenn og sveitir sem munu troða upp á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves næsta haust. Atriðin koma meðal annars frá Írak, Kólumbíu og Mongólíu. Lífið 22.5.2025 11:11
Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Þrír voru fluttir í sjúkrabíl af vettvangi eldsvoða í fjölbýlishúsi við Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur á ellefta tímanum í morgun. Um töluverðan eld var að ræða og sprakk rúða í íbúð á jarðhæð þar sem eldurinn kom upp. Innlent 22.5.2025 10:25
Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Auka á þjónustu Strætó í haust á ákveðnum leiðum. Ákveðnar leiðir munu ganga lengra fram á kvöld og tíðni ákveðinna leiða verður aukinn á annatíma og á milli annatíma. Þjónustuaukningunni er ætla að venja fólk við aukinni tíðni áður en nýtt leiðanet tekur gildi með tilkomu Borgarlínunnar árið 2031. Innlent 22.5.2025 10:21
Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Litahlaupið, eða The Color Run, mun fara fram í Kópavogi í ár en hlaupið hefur farið fram í Laugardal síðustu ár. Lífið 22.5.2025 10:13
Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur hefur skrifað nýtt leikrit fyrir Þjóðleikhúsið sem Baltasar Kormákur mun leikstýra. Leikritið heitir Íbúð 10B og fjallar um eiganda fjölbýlishúss í Reykjavík sem ákveður að breyta lúxusíbúð sinni í gistiheimili fyrir hælisleitendur. Íbúar í húsinu hittast svo til að leggja á ráðin um þessa stöðu. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. Lífið 22.5.2025 08:42
Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Skipulagslýsing vegna Sæbrautarstokks var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær, en fyrirhugað er að setja Sæbraut í stokk á tæplega eins kílómetra löngum kafla frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Í lýsingunni segir að framkvæmdir eigi að hefjast árið 2027 og að stokkurinn verði tilbúinn 2030. Innlent 22.5.2025 08:30
Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Þrír einstaklingar réðust á ungmenni í Hafnarfirði í gærkvöldi eða nótt. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að ungmenninu hafi verið ógnað með hníf og orðið fyrir höggum og spörkum. Í tilkynningu segir að málið sé unnið með barnavernd og foreldrum. Innlent 22.5.2025 06:06