Handbolti

Stephen Nielsen búinn að finna sér nýtt lið í Olís deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stephen Nielsen.
Stephen Nielsen. Vísir/Vilhelm
Danski Íslendingurinn Stephen Nielsen mun verja mark Stjörnunnar í Olís deild karla í vetur.

Stephen Nielsen hefur náð samkomulagi við Stjörnuna en þetta hefur Íþróttadeildin eftir áreiðanlegum heimildum.

Stjörnumenn voru að leita að markverði eftir að liðið missti bæði aðalmarkvörðinn Sveinbjörn Pétursson og varamarkvörðinn Sigurð Ingiberg Ólafsson.

Stephen Nielsen, sem er fæddur árið 1985, lék með ÍR-ingum á síðustu leiktíð en var þar á undan með Eyjamönnum í tvö tímabil.

Hann hefur einnig spilað með Fram og Val í efstu deild á Íslandi en hann kom hingað fyrst árið 2013.

Stephen Nielsen fékk íslenskt ríkisfang í desember árið 2015 og hefur spilað sex landsleiki fyrir Ísland.

Stephen Nielsen varði 10,5 skot að meðaltali í leik með ÍR í fyrra samkvæmt tölfræði HB Statz og 30,9 prósent skota sem á hann komu. Hann varði auk þess 19,0 prósent vítanna sem hann reyndi við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×