Innlent

Landsvirkjun tekur upp innra kolefnisverð

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Hrauneyjafossstöð við Tungnaá er ein af virkjunum Landsvirkjunar.
Hrauneyjafossstöð við Tungnaá er ein af virkjunum Landsvirkjunar. Fréttablaðið/Vilhelm
Landsvirkjun hefur tekið upp innra kolefnisverð í starfsemi sinni en þannig er settur verðmiði á hvert tonn sem losað er af koldíoxíði. Er Landsvirkjun fyrst íslenskra fyrirtækja til að taka upp þetta fyrirkomulag.

„Þannig verður kostnaður vegna losunar gróðurhúsalofttegunda sýnilegur þeim sem taka ákvarðanir og beinir því fjárfestingum og ákvörðunum í rekstri að lausnum sem eru umhverfisvænni en ella,“ segir í frétt á heimasíðu Landsvirkjunar.

Þar segir einnig að yfir 1.300 fyrirtæki á heimsvísu, sem hafi samanlagða veltu upp á sjö þúsund milljarða dollara, hafi tekið upp eða skuldbundið sig til að taka upp innra kolefnisverð innan tveggja ára. Það stefni í að árið 2020 verði um fimmtungur af losun gróðurhúsalofttegunda tengdur verðlagningu kolefnis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×